Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 9
felda, eigi að varðveitast óflekkað handa öðrum, hjá komandi kynslóð-
um, er beri það hærra og fylgi því enn betur fram. — Það er sóknar-
mark kynslóðanna, sem bendir upp á við í hendi gyðjunnar; vei þeim,
sem tekur sjer það í hönd og ekki fylgir því vel fram, hann er — veg-
inn og ljettvægur fundinn.
Khöfn 7'/10. '96.
Agúst Bjarnason.
Tobías slátrari.
(Eptir Jónas Lie.)
Klukkan átta um morguninn var sölubúðinni lokið upp, og
þá stóð Tobías slátrari við dyrnar.
»Geturðu borgað! — hefurðu nokkurn fisk?«
»Nei, — guð sje oss næstur, — núna hef jeg hann ekki.«
»Svo, þá er þjer líka bezt að hypja þig það fyrsta heim apt-
ur, — allt verður að hafa einhvern endir, hjerna þjer að segja
Tobías minn.«
»Það var nú bara svolítið af rnjeli! — svo sem uppá nýjan
reikning------þegar jeg fæ afla aptur, skal jeg borga alveg upp i
topp.«
»Uppá nýjan reikning! hí, hí, hí . . . Uppá nýtt.« Kaup-
maðurinn spýtti í bræði sinni langt fram fyrir borðið; það var
í honum morgunfýla og Tobías sá, sem hann náði fyrst til. — »1
skuld . . . nú, nú, nú . . . það væri kannske nokkurt vit að lána
þjer nokkuð, refurinn þinn . . . kláraðu nú samt gömlu skuldina
fyrst« — það verður að vera skellt og fellt með hana, og það þó
þú verðir að rífa raptana úr kofanum til þess, svikalómurinn og
þrælbeinið þitt . . . Og svo skal jeg segja þjer eitt enn; jeg læt
taka lögtaki reiturnar þínar eins og þær eru til«.
»Blessaður kaupmaður minn, jeg má til með að reyna aflann
fyrst, jeg skal borga hvern skilding, ef.« . . .
»Ef — hjerna Tobias, þú ert nú nokkrum sinnum búinn að
lofa því áður og narra mig rjett út í bláinn.«
»Bara ofurlitla þolinmæði, góðasti, þá getur allt lagast! Jeg
hef margan fallegan fisk lagt hjer inn, og margt gott tekið út apt-