Eimreiðin - 01.05.1897, Page 12
92
vini nje vandamenn í sveitinni og þar gat enginn maður bliknað
eða roðnað, þó hann birkti klárinn. En Tobías vann fyrir fæði
sínu þann daginn og fjekk spegilfagran tólfskilding að auki.
En af því hann buskaði Lýsing kornu líka afleiðingarnar.
Það þurfti ekki neina sjerlega skarpskyggni til að sjá, að
Tobías var mesti snillingur að slátra; hann var bæði handlipur og
handviss, ekki ein einasta rispa eptir hnífsoddinn á allri húð-
inni. — Og þegar hann svo — náttúrlega fyrir eigin reikning — risti
á kviðinn og tók innan úr, fórst honum það svo slynglega, að
Hans á Harastöðum samdi strax við hann um að slátra báðum
grísunum sínurn fyrir jólin.
En þá tók nú lika steininn úr stíflugarðinum.
Nú fjekk hver einasti bóndi í allri sveitinni Tobías til að slátra
fyrir sig. Og það var sannarlega að gefa ókunnum lausingja
byggðarleyfi. Hann var eins sjálfsagður sveitarslátrari eins og þar
var sveitarskóari og umgangsskraddari; það var visst verðlag að
hann fjekk 4 skild. fyrir grísinn, 8 fyrir kúna, 6 fyrir kvíguna, og
ókeypis fæði þann daginn og nokkuð af görnunum í tilbót. Tobías
stakk peningunum í vasa sinnj en hagræddi görnunum til beitu á
smáfiskiöngla; hann seldi þessa beitu fiskimönnunum hringinn í
kring um fjörðinn. Það var ekki um að tala, hann var allra verk-
lægnasti maður og töluvert hagur líka; bjó manna bezt til rottu-
gildrur, tjargaði báta, gerði við kollur og kirnur og bjó út
veiðarfæri.
Annað veifið hvarf hann svo enginn vissi hvar hann var nið-
ur kominn. Þegar tilteknu sláturdagarnir nálguðust og ekkert
frjettist til Tobíasar, þá var ekki trútt um að hlutaðeigendur yrðu
nokkuð langeygir; en reyndin varð ávallt sú, að Tobías var eins
viss að koma og almanaksdagurinn sjálfur; hann snaraðist bæ frá
bæ og svæfði og slátraði rjett eins og til var tekið; hann var þá
vanalega með nokkrar rjúpnakippur og sagðist hafa snarað rjúp-
urnar uppá fjöllum. Hann var mesti vinsældar gestur á bæjun-
um og svínaskrokkarnir þóttu miklu útgengilegri vara í kaupstaðn-
um, þegar hann hafði slátrað þeim.
En sæludagar Tobíasar í sveitinni urðu helzt til skammir.
Sætleiki mannfagnaðarins dofnaði áður langt um leið. Það rauk
skyndilega í hreppstjórann sá dugnaðarblossi og eftirlits ákafi um
allskonar lausingja og menn, sem ekki höfðu heimilisfang, að eng-
um þess konar mönnum var við vært. Sjálfur kúgaði hreppstjór-