Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 14

Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 14
94 óþrotlegt illviðri; rjett að hann gat hröslast áfram með slitnu seglunum á bátgarminum sínum. En í eins háskalegum brimsjó getur lítilfjörlegasta atvilc riðið baggamuninn; steypt öllu í kaf á einu augabragði. Tobías stóð einn dag niðri við naustið og horfði stöðugt á skósauminn, sem var sprottinn upp á vinstra fætinum; þungur ógæfugrunur lagðist steinþungt á huga hans, líkt og einhver ógæfa vofði yfir honum, og þó var drottinsdagur í dag. Með einum bátnum, sem kom frá kirkjunni, hafði hann feng- ið orðsending frá hreppstjóranum, um að koma og slátra á þriðju- daginn. En nú vildi svo óheppilega til — og það var einmitt það sem brauzt um í höfðinu á honum, svo hárin risu við — að kaup- maðurinn vildi fá hann sama daginn. Báðir höfðu ráðfært sig við almanakið; báðir vildu slátra í nýið á tunglinu, til þess að fá veru- lega gott kjöt. Hvorn þeirra átti hann að láta sitja fyrir? Ur þeirri flækju var ekki gaman að leysa. Þessi spurning hringsnerist í kollinum á honum, meðan hann gekk upp brekkuna og inn í kofann sinn, þar sem Marta Malvína sat við arinn og ungbarnið í kjöltu henn- ar rjetti litlu hendurnar eptir eldibröndunum. Tobías stóð um stund og ýtti til húfunni á höfðinu, tyllti sjer svo niður á rúmstokkinn og hjelt áfram að ýta til húfunni; það er ekki hægt að fullyrða hvort hún hefur verið búin að fara meira en tvo hringa á þessu hugsana pínda höfði, þegar hann loksins rjeðst í að ljetta nokkuð á því. Hann horfði fyrst um stund á hina tileygu, hörundsdökku konu sína og sagði síðan frá öllu vanda- málinu. »Svo— ætli þeir sjeu báðir orðnir vitlausir, — geturðu verið hjá báðum sama daginn? . . . Það er rjett til að hlæja að þvi.« Þeir voru nú samt svona vitlausir. Marta Malvína starði um stund á glóðina og sagði síðan í fullri alvöru: »Kaupmaðurinn verður að ganga fyrir.« »En hreppstjórinn verður bálvondur . . . Hann geltir ekki, heldur bara bítur, karlinn sá.« »Líklega jetur hann okkur þó ekki.« »0-nei! Hann fleygir okkur heldur út.« »Er það möguiegt? . . . Þeir fá þá að sjá um okkur úr því.« »Það er nú líklega rjettast að láta hreppstjórann sitja fyrir.«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.