Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 16
96 með honum; skuturinn var orðinn hálffullur með aflann; feðgarnir drógu fiskinn í ákafa, hann beit svo vel á í dimmviðrinu. Tobías lagði höndina á hástokkinn og litaðist um. Allt í einu brá hann fast við og dró færið í ákafa, rjett eins og hann hefði stóreflis golþorsk á önglinum. »Dragðu færið strákurl« Tobías reri allt hvað af tók heim til naustsins, og var kominn góða snertu, áður en drengurinn var búinn að draga færið sitt. Tobías þekkti fullglöggt bátinn hrepp- stjórans, sem kom siglandi yfir til Kevíkur og nriðaði vel áfram í hraðbyrinu; hann vissi vel, hvert erindið mundi; — þeir komu til að flá af honum reiturnar. Nú var um að gera að vera nógu snarráður að koma þvi fje- mætasta undan. Tobias festi bátinn í naustinu, og hljóp sem fætur toguðu heirn á leið. Marta Malvína stóð ekki ráðþrota við tíðindasöguna, hún lagði brjóstbarnið upp í rúmið og rjetti ósleitilega hendur til að flytja húsgögnin niður eptir. Hún var aldrei vön að snúast hvern hring- inn eptir annan í tómu umvjesi. I einni svipan voru þau búin að bera í sexæringinn, skinnfeldinn góða, stundaklukkuna, kaffi- ketilinn, línuna og fleiri aðra búshluti sína. Seinast kom Marta Malvína með Matta litla, grísinn, sem hún dró á eyrunum; hann stakk fyrir sig fótum og spyrnti á móti sem hann gat og grenjaði eins og verið væri að drepa hann; en það var ekki til neins, hann varð að skurka ofan að bátnum, og þar tók Marta Malvína annari hendi í rófuna, en hinni hjelt hún í eyrað, og slengdi honum niður í bátinn. Það var ekki verið að spyrja grísinn að því, hvað honum sýndist. Tobías reri sem skyndlegast á brott, og stórstreymið í sund- inu barg honurn í það skipti, bátnum hreppstjórans sóttist seint gegn straumnum; — það stóð alveg heima þegar hann skaut fann- hvítu seglinu fyrir nesið, þá var Tobías horfinn fyrir það næsta. Það var skynsamlegasta ráðið fyrir húsfreyjuna að vera eins og sakleysið sjálft. Láta eins og þeir kæmu flatt uppá þar heima, og svo að kenna börnunum að segja: »pabbi fór í fiskiróður i vikunni sem leið.« Hún var rjett sezt í stólinn og búinn að leggja barnið á brjóst- ið, þegar hurðinni var hrundið upp og skolbrúnt, sköllótt höfuð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.