Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 18
98 það var síður en svo, að þar væri fjevænlegt um að litast. Eins og öllu væri nýsópað burt. . . . »Sexæringur með árum, línu og segli og öllu tilheyr- andi,« skrifaði hann í bókina. »Báturinn okkar!« — Marta Malvína hló kuldahlátur og aug- un leiptruðu, — »sem hann er sjálfur á einhversstaðar út í hafi -— — það verður nú ekkert af því að þið náið honum.« »Lögin klófesta í lengstu lög, kerli mín,« — hann skrifaði í ákafa. Lögtaksgjörðinni var lokið. Það var einsog feikna bjargi væri ljett af brjósti konunnar. Sá langvaxni ræskti sig og stóð upp; báðir vottarnir stóðu líka upp, svo tók hann pappírsblað úr stóru bókinni. Marta Malvína lagði hendurnar í kjöltu sína og hiýddi með nokkurskonar fjálgleik á það, sem hann las; auðvitað gat hún ekki til fulls áttað sig á því, fyrri en hann til frekari útskýringar og eptirtektar sagði: »Hjer með er ykkur fyrir vanskil og samningsrof byggt út af kotinu í næstu fardögum . . . Sökum þriggja ára vanskila á af- gjaldinu!« bætti hann við í byrstum róm, þegar konan steinþagði. Marta Malvína kiknaði í knjáiiðunum, hún mátti til að setjast niður á stólinn aptur. Kofagarmurinn virtist fara að líða upp í geiminn, rjett eins og þau á næsta vetfangi mættu öll sitja eptir á köldum klakanum. Hjartað barðist og titraði iíkt og i sauð, sem leiddur er að sláturtrogi. Oðru hverju skaut logandi leiptri úr augunum; hún beit fast saman tönnunum og reyndi að byrgja inni bræðina; það var enn óvist, hvort þeir tækju geiturnar. Andrjes sneri sjer undan með ungbarnið og grjet, og svo hvert af öðru. Loksins hágrjetu þau öll. Húsfreyja spratt snögglega á fætur, munnurinn varð herpings- legur, meðan hún stóð og horfði ýmist á börnin eða gestina. Þegar rauðtrefill tók blekbyttuna af borðinu, rak hún upp hvinandi kuldahlátur. »Að hverju geturðu hlegið, kerling?« Hún vildi bara vita, hvað lengi þeir gætu kvalið þau! — Hvort ekki væri til lög og rjettindi fyrir aðra en kaupmanninn og hrepp- stjórann. »Lög og rjettindi, — eru þið kannske ekki í neinni skuld?«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.