Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 22

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 22
102 um fyrir þvi, hann gaut aðeins við og við mjólkurbláu augunum á snið til húsbónda síns. Það dró stundum móðu yfir augun, lagði sáran stingandi verk fyrir brjóstið . . . Ekkert ráð til að sefa sultinn. Ekkert annað en steypa kollhnísu ofan í »hreppskassann«. Síðasta slagbrandin- um var skotið fyrir, þegar kaupmaðurinn þvertók að hjálpa nokk- uð . . . Opt hafði hann áður sjeð sultinn skella skoltunum fram- an í sig, en aldrei eins nöturlega og nú; fyrir honum voru öll sund lokuð. Fyrir sjálfan sig hefði hann helzt kosið að kasta sjer fyrir hamra niður, en þá hugsaði hann til allra aumingja litlu barnanna sinna; þeim varð hann þó að reyna að bjarga, meðan hann gæti hreyft legg eða lið. Lífið var þungt og óbærilegt. -— Hárið stóð úfið fram undan kollhúfunni; það var ekki trútt um að hann væri eitthvað svip- líkur Matta litla, þar sem hann sat og starði niður í kjalsogið. »Nær með bátinn, — sjerðu ekki, að pokinn fer annars í sjó- inn! . . . Heyrirðu það?« Það var utanbúðarmaðurinn, sem stóð í dyrunum á efsta lopti vöruhússins og kallaði. Tobías leit upp fyrir sig, og sá hálftunnupoka svífa og dingla fyrir ofan sig; ekki var nú annar vandinn en að miða bátnum beint undir, þegar pokinn rynni niður; svo þokaði hann honum örlítið til, og pokinn rann niður í miðjan bátinn »Ertu búinn að taka við honum?« — »Já.« »Jæ-ja róðu þá þína leið. «Og afhendingarmaðurinn dró upp kaðalinn. Það leið úr hálopti hálftunnupoki fullur með mjel, beint í greiparnar á honum. Kaupmaðuriun hlaut að hafa tekið sinna- skiptum. Tobías gat varla þekkt sína eigin fætur, svo hissa var hann; hann horíði ýmist á mjelpokann, eða eptir kaðlinum, sem leið til hæða aptur. En gleðin stóð ekki meira en drykklanga stund. Rjett hjá bátnum hans hoppuðu þrír aðrir á öldutoppunum; mennirnir höfðu brugðið sjer upp í sölubúðina. Hann fór að ráma í að þetta kynni þó að vera misgrip. Mjelið var nú samt í bátnum hans, og að hugsa til að missa það aptur, gerði hann gersamlega óðan. í einni svipan var bátur- inn laus og seglið dregið upp, hann þaut með þöndu segli út eptir firðinum, svo hvít froðan vall með borðunum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.