Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Side 26

Eimreiðin - 01.05.1897, Side 26
io 6 eitt einasta af þeim öllum var sæmilegt. En þar á eptir kom maddama Sörvig rauð og þrútin, gildvaxin og holdug; hun ruggaði á báðar hliðar, baðaði til handleggjunum og tifaði svo ótt og títt, sem hún gat. Loptið var þrumuþrungið umhverfis hana. Yfirsetukonan tróð sjer skyndilega gegn um mannþröngina, bljes mestu mæðihni og tók vandlega eptir öllu, sem gerðist. Hún var hjerumbil jöfn á hæð og digurð; andlitið var fer- hyrnt eins og teningur, en á þeim teningsfleti voru tvö augu; augu sem á einu andartaki lituðust um, sáu allt, buðu ógn og heimtuðu hlýðni. Hún hafði ekki verið yfirsetukona í 18 ár til enkis. Svo snaraðist hún fremst á bryggjusporðinn. »Hvað á þetta svo sem að þýða? — nú er jeg þó búin að heyra nóg! . . . Er nokkurt minnsta vit, að drekkja þeim eins og ketlingum, og það rjett við bryggjusporðinn? Kannske? — þið látið þó eins og ykkur sje alvara með það; — það er líka dáindis fallegt, — prýðis meðferð. Þarna situr hann nú, hann Tobías, með allan hópinn . . . hefurðu annars mörg undir ábreiðunni þarna, Marta mín?« Marta Malvína dró brekánið ofan af báðum börnunum sínum. »Ekki matarbragð handa þeim. Og í bráðónýtu bátskriflinu . . . Þið þarna, þið standið og horfið á, og breytið eptir beztu samvizku . . . með leyfi að segja, og kaupmaðurinn líka, hann,, sem þó hefur gert svo mörgum gott, — jæja, jæja, þið hafið það nú svona. — Leysrn ekki strax festina Tobías! — Nei, látið þið þau bara fara í þessu veðri! — ykkur getur þá sofnazt svo vært á eptir . . . Ussum sussu! . . . Marta mín, var það ekki hnokkinn þarna, sem jeg tók á móti?« hún beygði sig og benti á svarthært barns- höfuð. »Þá var nú mjórra muna vant! — Þú hefur þó komið inn og vermt barnið? — Svo-o! — Mjer þætti nú gaman að vita, hvort mjer verður neitað um það. Jeg tek ekki á móti barni með annari hendinni, til þess að snúa það úr hálsliðnum með hinni; það getur þó sjálfur kaupmaðurinn sjeð, sem annars er þó svo brjóstgóður, og jeg get nú líka minnzt á það við konuna!« — Hún var dreyr- rauð og þrútin í framan. »Hann er hreint dæmalaus refur, skal jeg segja yður, maddama Sörvig«, sagði kaupmaðurinn vingjarnlega. »Já við erum öll breysk og brotleg, ef flett er ofan í kjölinn, kaupmaður góður! — Taktu bara krakkann, þú þarna, búðarmaður

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.