Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Side 27

Eimreiðin - 01.05.1897, Side 27
sæll, þú skaðbrennir þig' varla á honum, — bara að samvizkan sje flekklaus og frjáls, þá er öllu óhætt!« Utanbúðarmaðurinn flýtti sjer að verða við tilmælunum; hann rjetti fram báðar frostbólgnu hendurnar með belgvetlingunum á, og tók við barninu. Yíirsetukonan tók sjálf yngsta barnið, — »stattu ekki þarna gónandi, stúlka min, skjóztu heldur heim til maddömunnar og skiluðu frá mjer, að jeg biðji hana um töluvert mikið af góðum og heitum mjólkurgraut . . . Aumingja táta mín! þjer veitir vist ekki af einhverju volgu til að nærast á.« — 011 þyrpingin hjelt heim að húsunum aptur og yfirsetukonan spurði Tobías spjörunum úr. Hann hafði komið þar inn eptir til að fá sjer vinnu hjá einhverjum slátrara. En þeir vildu nú endi- lega láta hann fá hegninguna fyrst. — »Og svo mega aumingja börnin flækjast manna á milli, skjálfandi af kulda og hræðslu við þessa urrandi varðhunda; allt af verða þau að biðja sjer lífs og líknar, aumingjarnir litlu.« Það var svo sem allt á takteini, sem yfirsetukonan bað um. Grauturinn sauð og kraumaði í ákafa, og það skíðlogaði undir katlinum. Hjónin vildu stytta henni stundir með »ofurlitlum kaffisopa«. Meðan yfirsetukonan sat og drakk kaffið og sötraði úr einum bollanum eptir annan, því allt af var henni boðið í hann aptur, þá var hún svo undarlega fálát og hugsandi, þangað til hún loks- ins rak rokna högg í borðið og ljet svo höndina liggja grafkyrra; horfði fast og lengi framan í húsfreyjuna og sagði svo mitt upp úr þögninni. »Var það ekki kóngakraptur, — loksins gat jeg þó fundið það. — Pað er hægt að koma þeim kostnaðarlaust til Ameríku.« Máni gamli skipstjóri og kaupmaðurinn sátu í legubekknum; þeir voru rjett byrjaðir að spila, en báðir hættu að blaða í þeim, og ljetu hendurnar síga með spilunum í. »Farbrjefið hans Olafs á Kleifum og fólksins hans yfir til Chicago, sem hann nú ekki notar — það fæst fyrir sama og ekkert.« Máni Karlinn smáhneggjaði við og sló spilunum beint niður í borðið.« »Þú getur ekki komið með tromp, sem stingur þá öldruðu, skal jeg segja þjer! — Þar losnar hreppurinn við io í einum slag.«

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.