Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 29
109
gárungarnir veittu þeim hluta Tobíasar sem mesta athygli, vildi
svo óheppilega til, að á bakhlut brókanna höfðu verið saumaðar
tvær kringlóttar skinnbætur, til að taka á móti mesta slitinu; skinn-
bætur þessar voru þykkvar vel, og gljáandi af núninginum, svo
það bar æði mikið á þeim, þegar Tobías beygði sig; þær voru
sviplíkar gömlu stóru gleraugunum með hornspöngunum, tveimur
nýslegnum eirpeningum, sem liggja á mórauðum umbúðapappír
með ofurlitlu millibili, eða tveggjarúðu-glugga á búrstafni. Hvor
þessi kringla var einmitt á stærð við hæfikringluna þeirra strák-
anna þarna, — þá uppgötvun gerðu þeir sjálfir — það var um að
gera að »hitta kringluna«, »smella í kringluna«, »rjett í hana
miðja!« —Tobías heyrði, og sá, og fann, og skildi, eins vel og
það hefði verið »útlistað« vísindalega fyrir honum, þetta sem
strákarnir höfðu fyrir stafni, sjer til dægrastyttingar og gamans.
Snjókökkarnir hvinu allt af fleiri og fleiri, eins og eðlilegt
var; og loksins leit Tobías varlega um öxl sjer; snöggu þrumu-
leiptri brá fyrir í augunum; niðurandlitið varð dálítið skakkt við,
rjett eins og hann væri að bíta i sundur örmjóann títuprjón; svo
þokaði hann sjer enn betur til hlífðar smábörnunum í ferjunni.
Því verður ekki neitað, að þeir voru ekki tilfinningalausir,
strákarnir þeir arna, — það kom hver hvínandi smellurinn eptir
annan, small í sífellu i gömlu skinnbrókinni bættu. En þetta var
líka seinasta kveðja fósturfoldarinnar til Tobíasar.
Kefirðingar höfðu margar getur um það, hvernig Tobíasi liði
vestan hafs, eptir að það hafði staðið í blaði, sem kom út í Chi-
cago og þeir sáu, að þar væri geysistórt fjelag, »TOBIAS &
SYNIR«, er slátraði svínum með gufuafli.
Lauslega þýtt af
forgils gjallanda.
Um nýjan skáldskap.
í I. árg. »EIMRE1ÐARINNAR« (bls. 140—141) reit jeg grein um
hin »yngstu skáld Dana« og skýrði frá stefnu þeirra í skáldskap og þeim