Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Page 43

Eimreiðin - 01.05.1897, Page 43
123 fyri sama skipi) med vilja leitadist vid ad leingja ferdina til ad fá þess meiri leigu, og máskje, ef mögulegt væri, koma skipinu fyrir í vetrar- legu á einhvörri Norvegs edur Svíarikis höfn. Ad sönnu hafdi hann opt í Marstrand lótsa um bord til útsiglíngar, enn allt af riedi hann af ecki ad hætta sier til sióferda. Eins og optar, einn gódan vedurdag, komu Lótsar snemma um bord, enn sama og vant var úrrádid, og Lots- ar sneru heim aptur. Ugglaus um, ad ecki yrdi af ferdinni þann dag, geng eg upp fyri stad mier til skjemtunar enn Skipherra vissi i hvörj- um húsum (tveimur) eg var vanur ad stadnæmast þá eg í landi var. Um middags leiti geng eg í annad þeirra, gjestgjafarahús vid ströndina, móts vid hvört Skipid lá, og var þar á millum ei nema fá ein fet. Eg geng þar inn án þess ad sjá mig um og dreck þar einn CafFebolla; i þvi þessu er lokid verdur mier Litid út um gluggann — burtu var þá Prestur og skútann, enn slikt skip var ecki á allri höfninni ad sjá. Billt vard mier vid og til fótanna tók eg, hleyp nidur vid strönd og fala bát til ad ellta Brikkina. Til allrar Lucku var hægur vindur, samt gieck mier tregt ad fá fólk og far. Midt i þessu kjemur til Lands mikill Byrding* ur, svokalladr sílda- og fragt-bátur, fullur af svenskum hvitklæddum búrum, og svinfullir voru þeir. Einn hinn forgángsmesti ætlar ad ná fyrstur landi, tekur undir sig stórann stöck, enn í stadinn fyrir ad lenda á strætinu dettur hann á höfudid i hyldjúpann kolgrænan sjó- inn. Lagsmenn hans kraka i hann med árum og stjökum, svo þeir med skömm kræktu hann upp. Eg vard hálfhræddr og hugsadi mann- inn daudann, en í því stendur fjelagi upp, hristir sig og qvedur hástöf- um: »Hvár i hundradatusenda Skock Djeflar gik detta till?« 1 Eg gat ej varid mig hláturs midt í raunum mínum — og nær þvi i þessu vet- fángi fjeck eg menn og bát til ad ellta Prest minn og hans (svokallada) Predikunarstol. Hann var nær þvi kominn úr skjergardinum, enn ad þad ecki var skjed ordsakadist af vindleysu. Eg læddist um bord eins og Gascogneren hjá Vessel,2 3 borgadi ferjumönnum minum ómakid (med öllum þeim skildíngum eg á mier hafdi), og þackadi Prest um qvöldid med allri hógværd for hans store Opmarksomhed.8 Opt hefi eg eptir þeinkt minu liklega hjálparlausu ástandi, hefdi eg peninga-, passa- og alls-laus ordid Strandaglópur hiá Svenskunum i Marstrand. Kannskje eg hefdi fengid nóg æfinntiri ad færa i bóksögu, en hamingjunni sje lof ad mig nú vantar efnid i hana. Ur þessu gjeck siglíng ockar stórslisa laust nema hvad vetrarfrost og Snióar gjördu hana seinfæra, til Helsingjaeyrar og þadann til Kaupmannahafnar hvört vier loksins komustum seinast í November ad lidinni frá Reisunnar byrian tólf og hálfri viku edur nær þvi fjórdung árs. 1 Hvernig í allra ára og andsk..........nafni atvikaðist þetta? (Málið á sænsku setningunni er ekki sem nákvæmast). 2 Wessel, danskt skáld, hefir ort skopkvæði um sjóferð manns frá Gascogne- hjeraði á Frakklandi. 3 Fyrir hans miklu kurteisi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.