Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Page 45

Eimreiðin - 01.05.1897, Page 45
1 25 Rit Morrisar eru þessi og tek jeg þau í sömu röð og þau komu út: The Defence of Guensvere and other Poems (Vörn Guenvarar og önn- ur kvæði), 1858. The Life and Death of Jason (Æfi Jasons), 1867, ljóð. The Earthly Paradise (Hin jarðneska paradís), 1868—70, ljóð. Love is Enough (Ástin vinnur allt), miðaldaleikur, 1873, ljóð. The Story oj Sigurd tlie Volsung and the Fall of the Niblungs, 1877, ljóð. The House of the ÍVolfings (Ylfingaætt), 1889 (sjá Skírni 1891), saga. The Roots of the Mountains (Á Fjallabaki), 1890, saga. The Glittering Plain (Á Ljósuvöllum), 1891, saga. News from Nowhere (Frjettir um ókomna tið), 1891. Poems by the Way (Tækifærisljóð), 1892. The Wood Beyond the World (Odáinsakur), 1894, saga. Child Christoþher and Goldilind the Fair (Kristófer riddari og Gylli- lín hin fagra), i tveim bindum, 1893, saga. The Well at the World’s End (Heimsendabrunnur), 1896, saga. Auk þessara rita hefur Morris þýtt í ljóðum Eneasarkviðu Virgils, Odysseifskviðu og Bjólfskviðu (Beoivulf), og ýmislegt úr miðaldafrönsku. Morris kynntis snemma landa vorum Eiriki Magnússyni, og tókst vinátta mikil með þeim. Opnaði hann fyrir Morris hinn íslenzka sögu- heim, sem heillaði hann síðan æfilangt. Þeir fjelagar ferðuðust um Is- land og skoðuðu sögustaði. Enda sjer á Laxdæladrápu Morrisar, að honum leið ekki úr minni hin svipmikla náttúra, sem honum fannst svo mikið um. Peir fjelagar hafa þýtt á ensku margar af sögum vorum, og eru þær þessar: Grettis saga (1869), Gunnlaugs saga ormstungu, i tímaritinu Fort- nightly Review (1869), Völsunga (1870), 'Friðþjófs, Gunnlaugs og Vig- lundar saga (1875), og Ejnbyggja, Hávarðar saga Isfirðings og Banda- manna saga, Heimskringla, i sögusafni, sem heitir Saga Library og byrj- aði að koma út 1891. Með því að skáldskapur Morrisar er oss Islendingum merkilegastur, að þvi leyti sem hann snertir oss, skal jeg drepa á þann hluta hans. I »Earthly Paradise« eru 24 sögur i ljóðum, tvær á mánuði. Lax- dæla er sögð i nóvember og nær frá bls. 336—526 í sögusafninu. Hún nefnist þar The Lovers of Gudrun (elskhugar Guðrúnar), en sagan um Áslaugu Sigurðardóttur Fofnisbana er sögð í desember (bls. 29—85). Morris byrjar söguna um Guðrúnu Osvífursdóttur þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla. Gestur ræður drauma hennar og hittir Olaf pá og spáir fyrir Kjartani og Bolla, sem Morris kallar Bodla, eptir nýislenzkum framburði. Morris lýsir vel t. d. skilnaði Ingibjargar konungsdóttur og Kjartans, og hefndar- hugleiðingum Guðrúnar um nætur, er hún vakir og fær eigi sofið. xFeim var ek verst, er ek unna mest« leggur hann út: »/ did the worst to him I loved the most, og er það gott dæmi þess, hve nákvæm- lega hann þræðir söguna. Oehlenschlaeger hefur afskekkt og afskræmt söguna i leikriti sínu »Kiartan og Gudrun« og er ólíkt, hvað Morris

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.