Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Page 53

Eimreiðin - 01.05.1897, Page 53
133 I annað hús ef jeg hjeðan fer, þá sjóndeildarhringurinn annar er. Og haldi jeg út og horfi’ í kring, þá sje jeg nýjan sjóndeildarhring. Við hvert eitt fet, sem jeg færi mig, þá sjóndeildarhringurinn hreyfir sig. I hverja átt sem að augað snýr, er sjóndeildarhringurinn sífellt nýr. En öllum mönnurn í heimi hjer fer alveg í þessu eins og mjer. Hver einasti maður allt um kring, hann sinn á eigin sjóndeildarhring. En hver getur af því hrósað sjer: »Minn sjóndeildarhringur samur er.« Því hver sem hann er og hvert hann nær, hann einhverja breyting óðara fær. Hann stundum er kannske stór og hár; á augabragði’ er hann orðinn smár. Þú stundum sjer fagurt, stundum ljótt; en hvorttveggja breytist furðu fljótt. Þinn sjóndeildarhringur, er sjest í bráð, er bóla, sem skjótt er burtu máð. En eins er háttað með anda manns; eins breytist sjóndeildarhringur hans.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.