Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 66

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 66
146 tapa fje við þetta fyrirkomulag, heldur mundi hann, að því er sjeð verður, beinlínis græða á því. Ef nú landsjóður græðir fje á þessu fyrirkomulagi, þá liggur næst fyrir að rannsaka, hvaðan það fje kemur. Fyrst og fremst sparar landsjóður þá peninga, sem nú eru borgaðir landfógeta í embættislaun o. fl., en auk þess bætast þeir vextir, sem bankinn borgár, við höfuðstól landsjóðs sem hreinn ágóði. Hvaðan vextir þeir, sem ætlazt er til að bankinn borgi landsjóði, komi, munum vjer skjótt fá sjeð, ef vjer lítum á, hver áhrif þetta fyrirkomulag muni hafa á bankann. Bankinn á að borga landsjóði vexti af því fje landsjóðs, er hann hefir undir hendi, og auk þess á hann að standast þann kostnað, er þetta fyrirkomulag hlyti að hafa í för með sjer. Þennan kostnað getur bankinn unnið upp, fyrst og fremst með því, að verja peningum landsjóðs þannig, að hann græði á vöxtunum (afli sjer hærri vaxta af þeim, en hann yrði að greiða landsjóði), en þó einkum með því, að einmitt þetta fyrir- komulag mundi koma bankanum i nánara samband við menn út um landið, sjerstaklega kaupmenn, og væri næsta líklegt, að við- skiptavelta bankans ykist að miklum mun við það, bæði innan- lands og utan. Hvað fyrra atriðið snertir, nefnilega að bankinn græði fje á vöxtunum af peningum landsjóðs, þá ber þess að gæta, að þeir ættu ekki að standa inni í bankanum sem geymslufje (»depositum«), heldur sem reikningsfje (»folio«); með öðrum orðum, að bankinn hafi fullan rjett til þess að ráða yfir þessu fje, ef hann einungis sjer um, að hann geti ávallt borgað ávísanir landsjóðs; en þareð útgjöld landsjóðs eru borguð á ýmsum tímum, og smátt og smátt, þá er óþarfi fyrir bankann að hafa mjög mikla peninga fyrir liggj- andi, heldur getur hann ávaxtað þá á ýmsan ábatasaman hátt. Og ef nú landsjóður þyrfti að borga út mjög stóra upphæð, þá gæti hann aðvarað bankann um það, svo að nógir peningar yrðu til, þegar á þeim þyrfti að halda. Ef litið er nú á eina sjerstaka grein af tekjum landsjóðs, nefni- lega tolla af vörum kaupmanna, þá má skjótt sjá, að mjög mikil bre^ning mundi verða á greiðslu þeirra. í löggjöf vorri er ákveðið, að kaupmenn skuli gjalda innflutn- ingstoll af vörum sínum, jafnskjótt og þær koma að landi, en útflutningstoll jafnskjótt og varan er flutt úr landinu; þó eru þeir ekki skyldaðir til að borga tollinn þegar i peningum, heldur mega

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.