Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 78
landa með villimannaflokkum þeim, sem komu með Óðni, konungi konunganna. Hin yngri Edda er skrifuð af Snorra Sturlusvni, og einn helzti kapítulinn í þessu verki er Heimskringla (þessi vitleysa er þó leiðrjett í leiðrjettingum aptan við bókina, en sem fæstir lesendur munu taka eptir), sem auk sögulegs kafla hefur inni að halda nákvæmt tímatal allra þjóðhöfðingja í Noregi. Af sögunum eru helztar: Njála, Eyrbyggja, Laxdæla, Egla og Grettla, en auk þeirra yfir 500 aðrar. Hafa einkum tvær þeirra mikið sögulegt gildi, því þær skýra nákvæmlega frá landnámi Norðmanna á Islandi. Þær eru IslencUngabók og Landndma. Skýrir hin fyrri frá viðburðum þeim, sem urðu á landnámsöldinni, en hin hefur inni að halda nákvæma skrá yfir alla þá konunga, sem ríktu á Norðurlöndum frá því að þessi þjóðflokkur lagði norðurhluta Norðurálfunnar undir sig. — I pólitisku tilliti skiptast íslendingar í tvo skarpt aðgreinda flokka: konungliða (le parti royaliste), sem halda hollustu við krónu Dana, og þjóðveldisliða (le parti répu- blicaine), sem leitast við að vinna aptur hið forna lýðfrelsi. A milli þessara tveggja flokka er ákafari barátta, en maður skyldi trúa, og veitti ekki stjómar- skráin konungi rjett til að kjósa sjer meiri hluta í þingdeildunum, þá rnundu vfirráð Dana eiga skömmu láni að fagna. Af dómstólum er að eins einn innan- lands: yfirdómurinn. Sýslumenn samsvara, að því er dómsvald snertir, hinum svo nefndu ffiðdómurum í öðrum löndum. Framkvæmdarvaldið er í höndum landshöfðingja (sem er ákafur framfaramaður) og tveggja amtmanna, og situr annar þeirra í Rvík, en hinn á Möðruvöllum. Þá er og fjöldi sýslumanna, sem hver hefur tvær sýslur undir sjer. og Skipa þeir lög og rjett á ákveðnum stað, sem kallaður er þingstaóur. — Aptan til í bókinni er stutt yfirlit yfir sögu lands- ins og má það heita nokkurn veginn viðunandi, þó sumar villur sjeu þar slæmar. Þannig segir þar að hið forna alþingi hafi verið afnumið 1810, og einokunar- verzlunin innleidd 1786, en aptur af numin 1854. — Síðast er stuttur kafli um yerzlun Islands og hagsskýrslur um aðfluttar og útfluttar vörur, sem virðast vera rjettar. Vill höf. að verzlunarsamband komist á milli Belgíu og Islands og hvetur landa sína til að gera eitthvað í þá átt, því það mundi geta orðið til mikifla hags- muna fyrir hvoratveggju hlutaðeigendur. Þetta er bezti kaflinn í bókinni. Ann- ars virðist öll bókin benda á, að höf. sje meinleysismaður, sem hafi fullan vilja á að skýra sem rjettast frá öllu, þó fáfræðin hafi valdið því, að annað hefur orðið ofan á. Auk þessa hefur premierlautinant Daniel Bruun, sem ferðaðist á Islandi í yrra sumar, skrifað stutta, en laglega grein um ferðalag sitt í »Illustreret Tidende«, og er hún prýdd nokkrum snotrum myndum. En seinna mun von á bók frá hans hendi með mesta sæg af myndum. V. G. FORNSKÁLDIN. I Tímaritinu »Scottish Review« (okt. 1896) hefur W. A. Craigie, M. A., ritað alllanga grein um kvæði (drápur, flokka og lausavísur) nor- rænna fornskálda. Getur hann þess í byrjun greinar sinnar, að um gildi kvæða þessara hafi verið mjög skiptar skoðanir. Sumir (t. d. Ben. Gröndal) hafi hafið þau til skýjanna, en aptur hafi aðrir (t. d. J. A. Blackwell) neitað þeim um alla skáldlega fegurð og álitið þau einskis virði. Segir ha'nn að í rauninni hafi hvorir- tveggju nokkuð til síns máls, en hvortveggi dómurinn sje þó órjettlátur. Það sje að vísu satt, að lítið verði úr þessum kvæðum, þegar farið sje að þýða þau á aðrar tungur í lesmáli, því þá hverfi allt það, sem mest hafi einkennt hinn fornnorræna skáldskap, og sem skáldin hafi sjálf skoðað sem aðalatriðið við kveð- skap sinn, nefnilega hin fullkomna braglist og líkingarfullar kenningar. Til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.