Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 28
28 legt og vel skrifað og minnir hann þar á fjölda nierkra manna, er hann kyntist á hinni löngu og merkilegu æfi sinni, einkum auðvitað í Oxford, þar sem hann dvaldi lengst af sem háskölakennari, og bar bein sín að lokum. Meðal annars minnist hann stuttlega á dr. Gub- brand Vigfússon og dvöl hans í Oxford. Að vísu má vefengja, hvort Max Miiller hefur lesið rétt í huga Guðbrands, en dómur slíks manns, sem Max Mtiller var, er þó þess verður að hans sé getið. Af því bók þessi mun ekki í hvers manns höndum á íslandi, hef ég þýtt kafl- ann um Guðbrand (í frumritinu bls. 245—47). Prófasturinn [o: dr. Gaisford prófastur (o: forstöðumaður) Krists- kirkjukollegíisins í Oxford] spurði mig um íslenzka orðabók, sem Cleas- by og Dasent höfðu boðið háskólaprentsmiðjunni til útgáfu. — »I’etta er lítil skrælingjaeyja og hvernig getur það átt sér stað, að þeir eigi nokkrar bókmentir ? — Ég [o: M. M.] reyndi eftir bezta megni að út- skýra fyrir prófasti, að islenzkar bókmentir væru bæði miklar og merki- legar, og nokkru síðar fór svo, að prentsmiðjan — sem á þeim tím- um var sama sem prófasturinn — tók að sér að kosta orðabókina, og var hún síðar gefin út með mikilli vandvirkni og lærdómi af dr. [Guðbrandi] Vigfússyni. Má með fullum rétti kenna orðabókina við hann, einkum þegar til þess er litið, hvað margar orðabækur eni kendar við útgefenduma, en ekki við hann eða þá, sem hafa safnað til þeirra. í’essi dr. [Guðbrandur] Vigfússon var mjög einkennilegur maður. Hann var náfölur í andliti og blóðlaus og hafði aðeins þá einu ósk, að menn létu hann vera í friði og einan út af fyrir sig. Fyrst kom hann til Oxford til að aðstoða dr. Dasent, sem Cleasby hafði fengið í hendur safn sitt [til orðabókarinnar] áður en hann lézt; en að því loknu settist hann þar að fyrir fult og alt og mun hann hafa álitið það sjálf- sagt, að háskólinn myndi láta sig fá það lítilræði, sem hann þarfnaðist til að lifa á. En það urðu meira að segja vandkvæði á því að útvega honum það, því enginn sjóður var til, er hægt væri að verja til þess konar, þó ýmsir aðrir sjóðir væru þar, sem virtist vera sóað til lítils gagns. Og af þessu leiddi að hann var sí-nöldrandi. Ymislegt var reynt til að gera hann ánægðan, en ekkert dugði alveg. Loksins varð hann veikur og dó, og þegar hann lá á Adand-spítalanum, þar sem hjúkrunarkonurnar gerðu alt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að honum liði vel, sagði hann stundum við mig, þegar ég sat þar hjá honum, að sér hefði aldrei á æfi sinni liðið eins vel og á þessum spí- tala. Ég hef stundum ásakað sjálfan mig fyrir það, að ég ekki hafði meiri mök við hann í Oxford en raun varð á. En mér fanst hann altaf svo fullur af grunsemdum, og hann var afar-stygglyndur; og það gjörði allar nánari samvistir við hann erfiðar og alt annað en skemti- legar. Og vel getur verið að það líka hafi verið mér að kenna. Vera má að honum hafi fundist að hann ætti heimting á kennaraem- bætti við háskólann í íslensku,1) eins og ég, og að hann hafi séð of- 1 M. M. virðist hafa gleymt því, að G. V. var síðustu ár æfi sinnar kennari í íslenzku við Taylorian Institute (sem heyrir undir háskólann) og var það embætti stofnað handa honum persónulega og hefur engum verið veitt síðan. Aths. þýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.