Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 51
5i
Ég skal nú fyrst lýsa 0kærverksmiöjunni og síðar drepa á
breytingar, er gjörðar hafa verið, einkum til að gjöra útbúnaðinn
einfaldari og ódýrari.
0kærverksmiðjan var reist 1884. Hún býr til 6000—7500
smálestir af þurum mó á ári hverju. Mómýrin er að stærð 48,6
hektarar.1 Éurkvöllurinn, sem er hálendur og sendinn, er 25
hektarar á stærð. Á 7. mynd er grunnmynd af verksmiðjunni
með þurkvelli og mýri. Mólagið er að meðaltali 4,5 m. á þykt og
þareð úr hverju m3 fást 200 kíló af þurum mó, hefur allur mór-
Mótagrind. Steypivagninn steyptur.
inn í mýrinni upphaflega verið hér um bil 440,000 smálestir. Ef
7000 smálestir eru framleiddar á ári hverju. ætti mýrin að endast
í 60 ár.
Vinnan við tilbúning mósins er innifalin í:
1 Að taka móinn upp og flytja hann að eltivélinni.
2. Að elta móinn.
3. Að flytja móleðjuna frá eltivélinni út á þerrivöllinn og
steypa hana þar í mót.
4. Að þurka móinn.
UPPTAKA OG FLUTNINGUR.
Mónum er mokað í steypivagna (tip-vagna) úr tré, er taka
• 3 m3 hver. Vagna þessa dregur svo lítill gufuvagn, sem hefur
2 Hektari er 10,000 m! eða nálægt 2>s dagsláttur.
4*