Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 34
34
ýmsar móvélar. Árið 1901—02 nam það fé, sem Svíar veittu til
móiðnaðar, því nær 100,000 kr. og sama ár veittu þeir ix/a miljón
króna að láni gegn lágum vöxtum, til að stofna móverksmiðjur.
Móiðnaðarfélagið danska, sem ekki er nema nokkurra ára
gamalt, fékk þetta ár 4000 kr. styrk úr rtkissjóði og hefur fengið
loforð fyrir 8000 kr. næsta ár.
Á Hollandi hefur stjórnin og sveitafélögin í sameiningu kostað
mörgum tugum miljóna til að ræsa mýrar og á þann hátt létta
bæði móvinnuna og flutning mósins.
Líkt þessu hefur verið farið að í ýmsum öðrum löndum.
Vér íslendingar erum eftirbátar annarra þjóða í móiðnaði, líkt
og í öðrum verklegum efnum. Petta er þeim mun sorglegra, sem
vér hvorki höfum skóga né kol svo neinu nemi. Auk þess er
svo afar erfitt að ná í útlent eldsneyti upp til sveita, að þar verða
menn að nota það eldsneyti, sem fyrir hendi er, en það hefur
víða hvar verið áburðurinn — skán og klíningur. Pessi áburðar-
brensla hefur verið og er ennþá til ómetanlegs tjóns fyrir land-
búnað vorn, og er auk þess í augum annarra þjóða vottur um
slíkt mentunarleysi og ónytjungshátt, að varla væri öðrum en
skrælingjum ætlað.
Á seinni árum hafa kröfur þjóðarinnar um rúmbetri, bjartari
og loftbetri húsakynni aukist að miklum mun. Timburhúsunum
fjölgar ár frá ári. Pessi breyting á byggingarlagi hlýtur að hafa
í för með sér stórum aukna eldsneytiseyðslu, því þótt margt megi
segja torfbæjunum tii foráttu, þá eru þeir samt hlýir. Krafan um
ódýrt og gott eldsneyti sverfur því sífelt fastar og fastar að, og
liggur við að segja megi, að velferð þjóðarinnar bæði í heilsulegu
og hagsmunalegu tilliti sé í veði, ef ekki er að gjört.
Svo vill vel til, að viða um landið, og það sjálfsagt miklu
víðar en menn vita, er allgóður mór, sem með nokkurri framtaks-
semi og hagsýni gæti verið hið ákjósanlegasta eldsneyti, meira
að segja miklu handhægra og þægilegra en hin marglofuðu steinkol.
Heima virðist nú vera að vakna áhugi á þessu velferðarmáli,
og er það mest og bezt að þakka Guðmundi héraðslækni Björns-
syni, sem í ritgjörðum sínum hefur brýnt kröftuglega fyrir þjóð-
inni nytsemi mósins. Búnaðarfélag ísiands hefur einnig tekið
málið að sér; gengist fyrir rannsóknum á mó, og veitt höfundi
þessarar greinar ferðastyrk til að kynna sér móiðnað og notkun
mós hér í Danmörku.