Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 62
62 Svo langt í burt í fjarlægð fór þín frægð um lönd og sæ sem sólin skín á bóndabæ og barni er gerður skór. — Svo langt í burt í fjarska fer við fall þinn harmur sár sem gamalmenni grána hár og gáskinn leikur sér. í aringlóð hjá íslending er ýmsra neista val, sem gætu lýst í Suðrasal og sindrað alt í kring. — En flestir bera birtu og yl við bóndans heimastó og lýsa aðeins kima og kró í koti — augnabil. Vér þekkjum allir Porvaldsnið, hinn þjóðumkunna mann, sem ódauðlegan orðstír vann — hinn æðsta myndasmið. í æðum hans var íslenzkt blóð og íslenzkt föðurkyn að þessum staka hagleiks-hlyn, sem hlaut ’in danska þjóð. En Níels þýddi ljóssins lög; svo lögvís reyndist hann, að aldrei fást í meiri mann — svo mikil — efnisdrög. Svo ornaði gæfan íslending og ól á brjósti sér, að enginn slíkan orðstír ber I andans herfylking. Hve ótrúleg er saga sönn, að sonur íslenzks manns er konungur þess kynja lands, sem kemst í — lukta spönn, en nær þó yfir fjall og fjörð, í fjarska stjörnuranns, er inn’ í sjálfu auga manns — um alla vora jörð. Á meðan drápshönd drýldins manns í dreyra lituð er og heiftarþjóð í hernað fer til hundrað-gæða lands og rænir þar og ruplar því, sem rándýrsklóin fékk — við líknstaf sólargoðinn gekk og gerði undur ný. Við líknstaf sólar-ljóssins gekk sá ljóskonungur hægt; þó hafi engum hjörvi bægt, ’in hæstu metorð fékk. Eg segi hægi — svo lítið lét vor ljósmildingur æ sem ætti hann aðeins bóndabæ og bát og fiskinet. Og þjóðvaldurinn laut þér lágt og ljóssprotanum þeim, sem lauk upp deild af huliðsheim í hálfa dyragátt. En engum manni er unt að sjá í insta salar gólf, né þau hin dýpstu og hæstu hólf, þó hreyki sér á tá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.