Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 62
62
Svo langt í burt í fjarlægð fór
þín frægð um lönd og sæ
sem sólin skín á bóndabæ
og barni er gerður skór. —
Svo langt í burt í fjarska fer
við fall þinn harmur sár
sem gamalmenni grána hár
og gáskinn leikur sér.
í aringlóð hjá íslending
er ýmsra neista val,
sem gætu lýst í Suðrasal
og sindrað alt í kring.
— En flestir bera birtu og yl
við bóndans heimastó
og lýsa aðeins kima og kró
í koti — augnabil.
Vér þekkjum allir Porvaldsnið,
hinn þjóðumkunna mann,
sem ódauðlegan orðstír vann
— hinn æðsta myndasmið.
í æðum hans var íslenzkt blóð
og íslenzkt föðurkyn
að þessum staka hagleiks-hlyn,
sem hlaut ’in danska þjóð.
En Níels þýddi ljóssins lög;
svo lögvís reyndist hann,
að aldrei fást í meiri mann
— svo mikil — efnisdrög.
Svo ornaði gæfan íslending
og ól á brjósti sér,
að enginn slíkan orðstír ber
I andans herfylking.
Hve ótrúleg er saga sönn,
að sonur íslenzks manns
er konungur þess kynja lands,
sem kemst í — lukta spönn,
en nær þó yfir fjall og fjörð,
í fjarska stjörnuranns,
er inn’ í sjálfu auga manns
— um alla vora jörð.
Á meðan drápshönd drýldins
manns
í dreyra lituð er
og heiftarþjóð í hernað fer
til hundrað-gæða lands
og rænir þar og ruplar því,
sem rándýrsklóin fékk —
við líknstaf sólargoðinn gekk
og gerði undur ný.
Við líknstaf sólar-ljóssins gekk
sá ljóskonungur hægt;
þó hafi engum hjörvi bægt,
’in hæstu metorð fékk.
Eg segi hægi — svo lítið lét
vor ljósmildingur æ
sem ætti hann aðeins bóndabæ
og bát og fiskinet.
Og þjóðvaldurinn laut þér lágt
og ljóssprotanum þeim,
sem lauk upp deild af huliðsheim
í hálfa dyragátt.
En engum manni er unt að sjá
í insta salar gólf,
né þau hin dýpstu og hæstu hólf,
þó hreyki sér á tá.