Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 32
32 heimsins hefur meir en tvöfaldast á árunum 1874—94 og er nú fast að því 700 miljónir smálesta1 á ári. Þjóðir þær, sem ekki hafa kol svo neinu nemi, t. d. Rússar, Svíar, Danir o. fl., standa því að mörgu leyti illa að vígi í sam- kepninni við kolauðgu þjóðirnar, t. d. Englendinga, og geta við ýms tækifæri orðið að meira eða minna leyti háðar þeim. Gott dæmi þess er, að þegar Englendingar áttu í ófriði við Búa, lögðu þeir toll á steinkol, og létu á þann hátt allar þær þjóðir, sem ensk steinkol nota, borga nokkurskonar herskatt. Kolalausu og kolasnauðu þjóðirnar hafa því kostað alls kapps um að finna eldsneyti, er gæti komið í stað kolanna. Athygli þeirra hefur meira og meira leiðst að mónum. Mór hefur að vísu verið þektur og notaður til eldsneytis um langan aldur. Hinn rómverski náttúrufræðingur Pliníus segir í náttúrusögu sinni (16.1) um þjóðflokk er Chaucar nefnast: »Peir flétta sér net úr sefi og hnoða mýrajörð með höndunum og þurka hana, fremur við vind en sólarhita. Jörð þessari brenna þeir, sjóða við hana mat sinn og verma líkami sína, þegar þeir eru stirðir af kulda«. Á öldinni sem leið hnignaði mótekjunni víða um lönd. Kom það af tvennu. Fyrst og fremst urðu kolin ódýrari og ódýrari í kolasnauðu löndunum, og kom það af hinum feikilegu framförum, sem öll samgöngufæri tóku á þeim tíma, svo að heita má, að fjarlægðar gætti ekki lengur. í öðru lagi hækkaði kaupgjald að mun, og kom hart niður á mónum, sem í þá daga eingöngu var unninn með handafli. Skömmu eftir miðja 19. öld fóru menn að taka gufuaflið í þjónustu sína við móvinnuna. Fyrst framan af var þó útlitið ekki glæsilegt. Menn rösuðu fyrir ráð fram og stofnuðu stórar mó- verksmiðjur, er með vélaafli eða eldshita áttu að ná vatninu úr mónum á stuttum tíma og á þann hátt gjöra mótekjuna óháða árstíðum og veðráttu. Allar tilraunir, sem gjörðar voru í þessa átt, mishepnuðust og féllu um koll, en höfðu oft áður kostað miljónir króna.2 Pessi stórkostlegu eignatjón, er leiddu af mó- 1 Smálest (ton) = 1000 kílógrömm = 2000 pund. 2 Hingað til hefur verið talinn ógjörningur að ná vatninu úr mónum með hita eða vélaafli, og tilraunir, sem gjörðar hafa verið í þá átt, hafa jafnan verið skoðaðar sem loltkastalar, er aldrei gæti komið til mála að borguðu sig. Á fundi sem hald- inn var 24. nóv. 1904 í »Mosskulturföreningen« í Svíþjóð, sýndi einn af helztu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.