Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 21
21 Svenska Lákaresállskapet. En mestan heiður hlaut hann með því, að Nóbelsverðlaunin (140,000 krónur) voru veitt honum 1903. Utför hans fór fram með ákaflega mikilli viðhöfn og í viðurvist fjölmennis. Jafnvel úr fjarlægum löndum komu merkir vísindamenn og sendimenn frá vísindafélögum til að heiðra minningu hans og jafnvel í’ýzkalandskeisari sendi einn af gæðingum sínum með skrautlegan pálma- sveig til að prýða kistuna. Öll helztu læknatímarit heimsins hafa flutt myndir og eftirmæli Finsens og kepst um að sýna honum lotningu. 1400 menn af ýmsum stéttum í Danmörku hafa skrifað undir áskorun til allra um að leggja fram fé til stofnunar sjóðs til minn- ingar um Finsen, sem bæði geti orðið til eflingar ljóslækningum hans og til að reisa honum veglegan minnisvarða. í’að hefur þegar verið skotið saman mörgum þúsundum króna. * • Finsen varð frægur fyrir ljósrannsóknir sínar, er leiddi hann til þýðingarmikilla uppgötvana. Það er einkum tvent, sem gjört hefur nafn hans kunnugt um allan heim, en það er: hið svonefnda rauða herbergi, til að lækna bóluveiki og aðferð hans til að lækna lúpus. Eins og flestum er kunnugt, er sólarljósið samsett af allavega lit- um geislum. f'etta sést greinilega í regnboganum, sem myndast við að sólarljósið klofnar í hina ýmsu liti sína við að skína gegnum regn- ský loftsins. Svipað sést þegar sólin skín í gegnum þrístrent gler; þá klofnar ljósið og verður marglitt. Menn höfðu lengi vitað að hinir ýmislega litu geislar höfðu mis- jafnar verkanir í náttúrunni. Rauðu geislarnir voru áhrifaminstir, en bláleitu geislarnir voru aftur á móti mjög áhrifamiklir gagnvart ýmsum efnum og efnasamböndum. Hinna geislanna gætti lítils. Charcot, Widmark og aðrir vísindamenn höfðu sýnt fram á, að Ijósið hefur tölu- verð áhrif á hörund manna og þeim hafði tekist að sanna, að það væri eingöngu áhrifum bláleitu ljósgeislanna að kenna, að menn yrðu útiteknir, sólbrendir og freknóttir. Finsen kom nú til hugar að þeir gætu einnig verið orsök í því, að bóluveikin verður svo skæð á þeim hlutum hörundsins, sem ljósið nær að skína á, eins og hendur og and- lit. Gætu menn útilokað bláleitu geislana frá að verka á hörundið, þótti honum eigi ósennilegt að veikin yrði vægari. Hann hafði heyrt sögn um enskan prins á miðöldunum, sem hafði batnað bólan við að skarlatskikkja hans var hengd fyrir glugg- ann Svipuð þjóðráð þektust á Japan og á Tyrklandi, en læknar köll- uðu það kreddur og kerlingabækur. Finsen hélt þó að einhver fótur væri fyrir átrúnaði fólksins, og skýrði það þannig, að rauða Ijósið, sem skein í gegnum skarlatskikkjuna, hefði útilokað bláu geislana. Hann gjörði því þá tilraun, að hengja rauð tjöld fyrir gluggana, þar sem bóluveikir menn lágu, svo að í herbergjunum var eingöngu rautt ljós. Afleiðingin varð sú, að þessum sjúklingum batnaði fljótar en öðrum og bóluörin urðu því nær engin. Hann gjörði grein fyrir athugunum sínum í Hospítalstíðindum 1893
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.