Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 11
þeir hafa með að fara? Nei, því fer svo fjarri, að það sé víst,
að miklu meiri líkur eru til að þessu mætti koma fyrir á annan
hátt með miklu meiri hagsýni. Sýslumenn hafa margvíslegum
störfum að gegna; þeir eru dómarar, lögreglustjórar, skiftaráðend-
ur, skattheimtumenn, skýrslusemjendur o. s. frv. En flestum af
þessum störfum er þannig háttað, að ekki þyrfti neina sérlega
lögfræðismentun til að leysa þau af hendi, heldur mundi hver
vaiinn alþýðumaður með nokkurnveginn almennri mentun geta
gert það, með því að hafa »Lagasafn alþýðu« og »Stjórnartíðindin«
sér til leiðbeiningar. Pað eru í rauninni dómarastörfin ein, sem
gera alla þá miklu lögfræðisþekkingu, sem nú er heimtuð af sýslu-
mönnum, nauðsynlega. Og það er einmitt þessi lögfræðisþekking,
sem gerir þá svo dýra landinu. Pví það er ekki nema eðlilegt.
að þeir menn, sem orðið hafa að eyða mörgum árum og miklu
fé til að afla sér sérþekkingar, séu nokkuð kaupdýrir.
En þegar svo er, virðist það liggja beint við, að skipa þessu
á annan hátt, láta sýslumenn aðeins hafa dómarastörf, en fela
hin önnur störf þeirra öðrum ólöglærðum mönnum, sem ekki þyrfti
að bjóða svo hátt kaup. Ef sýslumenn og bæjarfógetar, sem nú
eru 18 að tölu, hefðu aðeins dómarastörf á hendi, mætti fækka
þeim að miklum mun. Eeir þyrftu þá að vorri skoðun ekki að
vera nema 4 á öllu landinu. Vér búumst við, að mörgum muni
nú þykja þetta djúpt tekið í árinni og jafnvel kalla það fjarstæðu,
og vér skulum því reyna að skýra þetta dálítið betur.
I löndum Breta, sem eru mjög hagsýn þjóð, er dómaskipun
þannig háttað, að hjá þeim eru mjög fáir löglærðir dómarar. En
svo hafa þeir aftur fjölda af svonefndum friðdómurum, einn í
hverri sveit. I’að eru ólærðir menn, og eru til þess valdir helztu
bændurnir í hverri sveit. Peir hafa engin föst laun, en dálitlar
aukatekjur fyrir verk sín. En svo mikil virðing þykir að stöðunni,
að menn sækjast samt eftir henni. Friðdómararnir eru bæði lög-
reglustjórar í sinni sveit og hafa líka dómsvald í smærri málum,
geta tekið menn fasta og dæmt menn í fésektir. En sé um veru-
lega glæpi eða stærri mál að ræða, er málunum vísað til hinna
reglulegu dómstóla. Og þar sem dómstólarnir eru svo fáir, er
dómurunum gert að skyldu að ferðast um í dómþinghá sinni og
halda dómþing á ákveðnum stöðum á tilteknum tíma. Pannig
hefur maður, sem dvalið hefur langdvölum í Manítóba, skýrt oss
frá, að þegar hann var þar, þá hafi einir 4 dómarar verið í öllu