Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 30
3° ina, segir eitt af skriðvélamáltólunum fornu, að jafnvel eigin stuðn- ingsmenn hennar verða að mótmæla gjörðum hennar hástöfum. Slíkt og þvílíkt kom aldrei fyrir á sokkabandsárum þeirra. Pá var hvorki æmt né skræmt, hve mikið sem á milli bar. Eintóm- ur skriðdýradans í allri fylkingunni! Steens- og Blehrs-ráðaneytið gat framið hinar verstu óhæfur, eins og t. d. í málinu um Kon- ungsgötu 2i, og var samt varið af alefli af öllum flokknum. Inn- blásnu blöðin voru forsöngvarar og aðrir rauluðu undir. í hvísl- ingahjali í hornunum og undir tvö augu kom mönnum saman um, að þessir vinstriráðherrar væru þeir verstu, sem hægt væri að fá; en þegar menn töluðu hátt og opinberlega, þá voru þessir sömu herrar ágætastir allra vinstrimanna og alveg ómissandi. Peim var veitt sams konar þjónusta og Jeppa bónda í sæng barónsins (hjá Holberg) og borið í þá pundunum saman af smjaðri á hverjum degi, svo að þeir að lokum álitu, að þeir gætu leyft sér hvað sem vera skyldi. Unz þeir einn góðan veðurdag vöknuðu á mykjuhaugnum. Og þaðan kasta þeir nú skarni sínu á þá, sem eiga að koma öllu í lag í húsinu eftir óstandið hjá þeim. Vér skulum nú trúa þeim og stuðningsmönnum þeirra fyrir lítilsháttar leyndarmáli: Jafnmikil brögð og nú eru orðin að aðfinningum við stjórnina, jafnmikil voru þau þegar frá öndverðu, er hún var mynduð. Flokkur hennar áskildi sér að beita gegn henni einarðri gagnrýni eins og sjálfstæðum mönnum sómdi. Jafnfjarri og það var stjórninni sjálfri, að gera kröfu til neins páfalegs óskeikulleika, jafnfjarri var það vinum hennar, að mynda nokkurt samsæri til þess að hrósa öllum gjörðum hennar. Og þeirri reglu hefur verið fylgt. Sérhver okkar leyfir sér að hafa sína skoðun og þorir að láta hana uppi. Og eitt lítilsháttar leyndarmál enn: Pað er svo hræmulega á statt fyrir hinni núverandi stjórn, að hún hefur mætur á þessu háttalagi. Hún er sjálf saman sett af frjálsum og óháðum mönnum, sem hafa ekki tekið sæti í stjórninni til gamans og skemtunar fyrir sjálfa sig, heldur til þess að vinna fyrir ættjörð sína. Henni þykir vænt um að heyra einlæg orð um það, er að gagni megi verða, viðvörunarorð og vísbendingar frá skoðanabræðrum sínum, og meira að segja gagnrýni og árásir, þegar henni skjátlast. Pað er það eina, sem hún getur reitt sig á«. Pað væri ekki óhyggilega gert af stjórnarblöðunum íslensku — og flokksmönnum hennar — að taka sér þessa reglu stjómar- blaðanna norsku til fyrirmyndar. Pað mundi mjög auka tiltrú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.