Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 65
65
Hjá einvirkja mörgum, jjó erfitt sé líf,
er eldur, sem lifir í kolum.
Og gróðrarmagn leynist við skaraðan skafl
í skógarins næfruðu bolum. —
En hvert skifti blæða mér svíðandi sár
er sé ég hve alt er í molum.
Ef framtíðin kemur með hagsældar hönd
og huga, sem skyldunni ei gleymir,
þá lifnar í kolum, sem enginn veit af.
Frá eldinum ljósmagnið streymir.
Eá réttist úr kútnum á kotungi þeim,
sem kóngshjarta í brjóstinu geymir.
En þú ert nú, frænka mín, sofnuð og sæl. —
Að síðustu er heilsan var þrotin,
þá hjúkruðu börnin og þóknuðust þér;
og þannig var ísinn þinn brotinn.
Og blessun sé hverjum sem brýtur vorn ís,
svo blómgist um íslenzku kotin.
því vér höfum mikinn og óbrotinn ís,
hver einstakur maður og þjóðin.
Við brot hans og þiðnun er blómgun í nánd
þá bætist í menningar sjóðinn.
Og alþjóðin vermist við aringlóð þá,
sem yljar upp kjarkinn og móðinn.
Pá skrýðist hver melur og skriða og urð,
er skuggana geislarnir buga.
Ef æska vor leggur fram drengskap og dáð,
þá dagar í gamalsmanns huga. —
Og eftir því blómgast og blessast vort land,
sem börnin vor mannast og duga.