Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 37
37
MYNDUN MÓS OG SAMSETNING HANS.
Mór er jurtaleifar, sem hafa rotnað — fúnað — niðri í vatni
og við lágt hitastig.
Svo sem kunnugt er, eru lífrænuefni jurtanna nálega eingöngu
samansett af þremur frumefnum, nefnilega kolaefni, vatnsefni og
súrefni. Auk þess er í þeim lítið eitt af köfnunarefnum og ögn
af brennisteini og fosfór.
Pegar jurtaefni rotna eða fúna við hæfilegan raka og greiðan
aðgang andrúmsloftsins, eyðast þau og hverfa smámsaman og
verða að loftkendum efnum, aðallega kolsýru og vatni. Ef and-
rúmsloftið hins vegar hefur ógréiðan aðgang að þeim eða er ná-
lega útilokað, líkt og á sér stað, þegar jurtir rotna niðri í vatni,
eyðast sum efnin meira en önnur,- svo að hlutfallið milli þeirra
raskast. Að þessu hljóti að vera þannig varið, sést ljóslega, ef
maður virðir fyrir sér efnasamsetning jurtanna og samsetning efna
þeirra, er myndast við rotnunina. Purt tré er samansett af 50°/o
kolefnis, 6°/o vatnsefnis, 43°/o súrefnis og i°/o köfnunarefnis. Efnin,
sem myndast við rotnunina, eru, líkt og áður var sagt, aðallega
kolsýra og vatn. Kolsýra (CO 2) er samansett af 12 þyngdar-
pörtum kolefnis og 32 þyngdarpörtum súrefnis. Vatn (Ha O) er
samansett af 2 þyngdarpörtum vatnsefnis og 16 þyngdarpörtum
súrefnis. Pað liggur því í augum uppi, að ef súrefni andrúms-
ioftsins er útilokað, eyðist súrefnið í jurtaleifunum miklu fyr en
kolefnið og vatnsefnið. Ef alt súrefnið í jurtaleifunum yrði sam-
runa við kolefni, yrði þó alt að því 2/s hlutar kolefnisins eftir, og
ef alt súrefnið yrði samruna við vatnsefnið, yrði þó dálítið af
vatnsefni eftir. í raun og veru er andrúmsloftið aldrei alveg úti-
lokað, svo miklu meira eyðist af jurtaefnunum, en gjört er ráð
fyrir hér að framan. Margar fleiri efnabreytingar eiga sér stað
við rotnun jurtaefna. Kolefnið verður samruna við vatnsefni og
myndar mýraloft (Methan; CH4). Köfnunarefni verður samruna
við vatnsefni og myndar ammoníak o. s. frv. En hvernig sem
þessar efnabreytingar verða, þá sýnir reynslan, að við slíka hæg-
fara rotnun (bruna) er það einkum kolefnið, sem verður eftir, og
að jurtaléifarnar verða með aldrinum hlutfallslega kolefnisauðgari.
Að rotnunin í mómýrunum er mjög hægfara, sést bezt á því,
að í mólögum hafa fundist því nær ósködduð lík, sem eftir bún-
ingi og öðru að dæma hljóta að vera mörg hundruð ára gömul.