Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 61
6i
sést báturinn með gufuvél, eltivél og lyftivél. Uppi á bakkanum
— til hægri á myndinni — sést safnkassinn og undir rönd hans
steypivagn á sporvegi.
Vélar þessar eru einkar hentugar, þar sem vatninu verður
ekki veitt frá, og ef mjög þykt mólag liggur undir vatnsfleti, á
vel við að hafa móstunguvélar í sambandi við þær. Á einum stað,
sem jeg sá svona lagaða vél við vinnu, var mólagið 3—4 m. á
þykt. Af því voru liðlega 2 m. fyrir ofan vatnsflöt. Neðri partur
mólagsins var tekinn líka, nema smá-vatnsbakkar, sem skilja varð
eftir.
Fyrir vél, sem hefur mótór með tveggja hesta afli, þarf bát-
urinn að vera 3 m. á breidd og 3,6 m. á lengd, og hlutfallslega
stærri fyrir stærri vélar. Vélin eltir að jafnaði 3 m3. af mó á
klukkutímanum fyrir hvert hestafl sem mótórinn hefur. Við tveggja
hesta vél er því nóg að hafa einn mann í mógröfinni, við fjög-
urra hesta vél tvo o. s. frv. Flutningurinn frá vélinni er, eins og
áður var sagt, líkur því er gerist við föstu vélarnar. Við tveggja
hesta vélar yrði nokkuð kostnaðarsamt að leggja sporvegi og
brúka steypivagna, enda mætti vel komast af með 1—2 kerrur
eins og þær, sem nefndar voru hér að framan á bls. 57.
í Sparkær kostaði mór, sem unninn var með fljótandi eltivél,
aðeins 2 krónur smálestin þur á þurkvelli, og er það talsvert
minna en gjörist við aðrar vélar. Mér þykir ekki ólíklegt, að þær
yrðu notaðar á stöku stað heima, ef voteltan reynist yfirhöfuð
hentug og viðeigandi fyrir loftslag vort og aðrar ástæður.
(Framhald í næsta hefti).
Kanpmannahöfn, í janúar 1905.
ÁSGEIR TORFASON.
Þrjú kvæði.
Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON.
I. NIELS R. FINSEN.
Á ljóskonungsins dánardag
er dapur maður hver,
sem hefir reynt að helga sér
þann heimsmenningar brag,
er gáta ráðin gefur þeim,
sem girnist meira ljós
og litarfegri lilju og rós
en lifa í vorum heim.