Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 76
76 hetjur og heljarmenni, er kölluðust Skjöldungar (þ. e. skjaldberendur). Hálf- dan þekkjum vér þessara konunga elztan. Hann átti þrjá sonu: Hróar, Helga og Þorgeir, og dóttur. er var gift Ala konungi í Svíþjóð. Hróarr tók við ríkjum eftir foður sinn. Hans son var Hrærekur hnöggvanbaugi og öðru nafni slöngvan- baugi. Sonur Helga var Hrólfur kraki: hann veitti árás Hræreki frænda sínum, drap hann og skifti baugum hans með mönnum sínum. Gerðist nú Hrólfur kraki einvaldur konungur yfir Dönum, en þeir áttu þá í stöðugum illdeilum við nábúa sína Haðbarða. Hét konungur þeirra Ingjaldur og feldi Bjarki, einnafköpp- um Hrólfs konungs, son hans Agnar sterka, en hlaut að launum systur Hrólfs. Ali konungur var drepinn af A ð i 1 s i bróðursyni sínum, en Hrólfur kraki hélt til hefnda til Uppsala. En er veldi Hrólfs stóð með mestum blóma, sótti Hjörvarður frændi hans, sonur Hjörgeirs, að honum með óvígan her. Hrólfur kraki féll og allir kappar hans. Hleiðrargarður var brendur til kaldra kola. Vart mun þó Hjör- varður hafa lengi ríkjum ráðið, né heldur Hleiðrargarður úr rústum risið sem aðsetur Danakonunga, en fimbulm)rrkur grúfir sig nú aftur yfir sögu þeirra. Höf. hefiir ort upp aftur Bjarkamál hin fornu á nýdönsku (35 vísur) úr þýð- ingu Saxa fróða; hún er með mörgum innskotum og málalengingum, sem höf. auð- vitað forðast að taka með í kvæði sitt. En þótt þessi tilraun til að framleiða Bjarkamál að nýju hafi hepnast vel að sumu leyti, finst mér hún bæta lítið úr sökn- uði fornkvæðisins; enda öllu óviðfeldnara að lesa Bjarkamál í þessari mynd en þýð- ingu Saxa. Helzti langt mál er hér um kvörnina Grotta og því um líkar þjóðsögur. Harla ólíklegt er það, að í hinni fornu þjóðsögu, sem líklega hefur legið til grundvallar fyrir Grottasöng, eða í því kvæði sjálfu, sé átt við vatnsmylnu með Grotta og am- báttirnar séu ár af fjöllum ofan. Jafnvel þótt sá, er kvæðið orti, kunni að hafa þekt vatnsmylnu, er það ekki sennilegt, að hann hafi hugsað sér þær vera til á dögum Friðfróða né í landi hans, og því síður er fyrirrennurum hans það að ætla. Margt hefur verið rætt og ritað um Hleiður og hafa vísindamennirnir ekki viljað tallast á að þar hafi verið aðsetur Danakonunga í fornöld. Höf. tilfærir skoð- anir Sveins Akasonar, Henry Petersens o. fl., sem tala um Hleiðrar (Lejreby) svo sem aðsetur Danakonunga, og það lítur enda út fyrir, að höf. sjálfur blandi saman Hleiðrum og aðseturstað Hrólfs kraka, er hann sjálfur þó álítur að verið hafi »Lejre« (Hleiður eða Hleiðrar?). í*að er þó svo sem sjálfsagt, að Hleiður eða Hleiðrargarður, aðsetur Skjöldungakonunga, hefur verið þar sem nú er Hleiðrarborg (Ledreborg) og ekki í þorpinu Hleiðrum (Lejreby). Myndin af Lejre á bls. 191 (tekin úr Mon. Dan.), sem annars er mjög röng og ónákvæm, er af Hleiðrargarði (nú Ledreborg) og haugunum umhverfis þar, en ekki af Hleiðrum (Lejreby), »byen« — »blandt de ringeste landsbyerc-c.1) Þótt bókin sé rituð af mikilli snild, eins og annað fi;á þessa höfundar hendi, er auðvitað margt í henni, sem ræða má fram og aftur og mörg skoðun fram sett, er hægt er að fetta fingur út í. Eigi að síður er bókin mjög mikils virði fyrir kon- ungasögu Dana og bókmentasögu Norðurlandabúa, að því er snertir þá viðburði og þau rit, sem hér koma til greina, og hún er því einkai fróðleg og skemtileg, ekki aðeins fyrir sögufræðinga, heldur alla þá, er gaman hafa af fornsögum vorum og fornu bókmentum, og þeir eru margir, ekki sízt meðal íslendinga. M. P. 1 Kvk.-orðið Hleiður, flt. Hleiðrar, er líkl. af sömu rót og hvk.-orðið hlið og merkir víst tjald, laufskála, kofa; sbr. gotnesku orðin hleiþra (st. kvk. o.) og (ufar-)hleiþrjan (v so.), tjalda (yfir).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.