Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 63
63 Pví engum manni er augsýn veitt um öll þau hallargólf, né þau hin dýrstu helgi-hólf, þó hafi ’ann bænir þreytt. En sá, sem opnar eina skrá, svo inn um rifu sér, til siðmenningar brunns hann ber það bezta, er veita má. Sem guðssonar var gæzka föl, er grátnum þerði brár og græddi ótal andleg sár og innra mannsins kvöl, svo lagði Finsen líknarmund og ljóssins meinabót við sjúklinganna sárarót og sollna græddi und. Pín minning er sem baldursbrá og blómguð úrvals-rós, svo megin-björt sem mánaljós er mjöllum tindrar á, og háleit eins og stjarna stök, er starir himni frá á blóðga jörð og sollinn sjá og sár og glímutök. Á meðan sólin geisla-glóð að gróandanum ber og æskuþráin óskar sér að eiga líf og blóð; á meðan sól á sali skín og sjúkur þráir bót, svo komið geti á mannamót — þín minning aldrei dvín. II. MÓÐURSYSTIR MÍN. (f okt. 1904). Nú sofnar alt það, er sofið fær: hver sóley á bala grónum og bifukollan og bláklukkan og berglindin — undir snjónum. Og horfin er rjúpan á hæstu fjöll og heiðló úr berjamónum. I bæjunum hreiðra sig börnin vor, sem brosandi lék’ út á velli, unz veturinn gefur þeim vegabréf og veizludýrð út’ á svelli. — Og þá er ei’ furða að síðasti svefn er siginn á hruman af elli. Pví margur er gengin sá maður til rúms, sem minna en þú starfaði um æfi, en hafði þó meira að bera til brunns og betra og nær sínu hæfi. Pu hefðir víst kosið þér hugnæmra líf, ef hamingjan óskastein gæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.