Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 35
35
Aður en ég sný mér að aðalefni þessarar greinar, nefnilega
að lýsa helztu móvinnuaðferðum, er nú tíðkast, og notkun mós á
ýmsum stöðum, skal ég fara nokkrum orðum um mómýrar og
mó yfirleitt.
MÓMÝRAR.
I Danmörku og víða annarsstaðar er mýrum skift í tvo aðal-
flokka: hámýrar og lágmýrar. Hver af þessum flokkum er svo
greindur í marga undirflokka, en sú skifting er nokkuð á reiki,
svo ég sleppi henni hér. Oft er hámýra- og lágmýramyndunin
blönduð saman í sömu mýrinni, svo að vart er hægt að skera úr,
hvort hún eigi fremur að teljast til hámýra eða lágmýra.
Hámýrarnar liggja ætíð svo hátt, að jarðlögin undir þeim
eru hærri en yfirborð nálægra lækja og vatna. Aðaljurtagróður-
inn er ýmsar mosategundir og lyng. Hið þykka mosalag hindrar
mjög uppgufun úr mýrinni og' mosaleifarnar, sem hrúgast upp ár
frá ári, eru lausar í sér og fullar af smáholum. Mýrin helzt því
full af vatni og veldur því hárpípuafl jarðvegsins. Hvað ytra útlit
snertir, er það einkennilegt fyrir hámýrarnar, að þær éru allajafna
hæstar í miðjunni. Kemur það af því, að við jaðrana veitir vatni
betur frá, og mýrin verður hálfþur. Lífsskilyrðin verða því lakari
fyrir mosategundirnar á þeim stöðum, svo minni jurtaleifar safnast
þar fyrir en lengra inn í mýrinni, þar sem hárpípuafl jarðvegsins
neytir sín betur og mýrin því er rakari. Ennfremur rotna og
eyðast jurtaleifarnar seinna, þar sem mýrin er full af vatni.
Lágmýrarnar eru svo láglendar, að jarðlögin undir þeim
eru lægri en ár þær og lækir, sem þær myndast við. Venjulega
eru þær svo láglendar, að vatn flóir yfir þær í vatnavöxtum.
Helzti jurtagróðurinn er ýmsar tegundir hálfgrasa og nokkrar gras-
tegundir og oft kjarr.
í Danmörku eru báðar myndanir algengar, en oft eru þær
ekki glögt greindar hver frá annarri. í sömu mýrinni er oft bæði
hámýra og lágmýra myndun. Er þá títt, að neðstu lögin eru lág-
mýri, en efri lögin hámýri. Kemur það af því, að þegar mólagið
í hinni upphaflegu lágmýri var orðið svo þykt, að vötn hættu að
flóa yfir mýrina, urðu lífsskilyrðin lakari fyrir hálfgrös og aðrar
lágmýrajurtir. Pær dóu því smámsaman út, en í stað þeirra komu
mosategundirnar ein eftir aðra og mýrin varð á endanum að hámýri.
l’annig eru t. d, flestar mýrar við Sparkær í Danmörku myndaðar.
o ♦
Ó