Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Side 30

Eimreiðin - 01.01.1905, Side 30
3° ina, segir eitt af skriðvélamáltólunum fornu, að jafnvel eigin stuðn- ingsmenn hennar verða að mótmæla gjörðum hennar hástöfum. Slíkt og þvílíkt kom aldrei fyrir á sokkabandsárum þeirra. Pá var hvorki æmt né skræmt, hve mikið sem á milli bar. Eintóm- ur skriðdýradans í allri fylkingunni! Steens- og Blehrs-ráðaneytið gat framið hinar verstu óhæfur, eins og t. d. í málinu um Kon- ungsgötu 2i, og var samt varið af alefli af öllum flokknum. Inn- blásnu blöðin voru forsöngvarar og aðrir rauluðu undir. í hvísl- ingahjali í hornunum og undir tvö augu kom mönnum saman um, að þessir vinstriráðherrar væru þeir verstu, sem hægt væri að fá; en þegar menn töluðu hátt og opinberlega, þá voru þessir sömu herrar ágætastir allra vinstrimanna og alveg ómissandi. Peim var veitt sams konar þjónusta og Jeppa bónda í sæng barónsins (hjá Holberg) og borið í þá pundunum saman af smjaðri á hverjum degi, svo að þeir að lokum álitu, að þeir gætu leyft sér hvað sem vera skyldi. Unz þeir einn góðan veðurdag vöknuðu á mykjuhaugnum. Og þaðan kasta þeir nú skarni sínu á þá, sem eiga að koma öllu í lag í húsinu eftir óstandið hjá þeim. Vér skulum nú trúa þeim og stuðningsmönnum þeirra fyrir lítilsháttar leyndarmáli: Jafnmikil brögð og nú eru orðin að aðfinningum við stjórnina, jafnmikil voru þau þegar frá öndverðu, er hún var mynduð. Flokkur hennar áskildi sér að beita gegn henni einarðri gagnrýni eins og sjálfstæðum mönnum sómdi. Jafnfjarri og það var stjórninni sjálfri, að gera kröfu til neins páfalegs óskeikulleika, jafnfjarri var það vinum hennar, að mynda nokkurt samsæri til þess að hrósa öllum gjörðum hennar. Og þeirri reglu hefur verið fylgt. Sérhver okkar leyfir sér að hafa sína skoðun og þorir að láta hana uppi. Og eitt lítilsháttar leyndarmál enn: Pað er svo hræmulega á statt fyrir hinni núverandi stjórn, að hún hefur mætur á þessu háttalagi. Hún er sjálf saman sett af frjálsum og óháðum mönnum, sem hafa ekki tekið sæti í stjórninni til gamans og skemtunar fyrir sjálfa sig, heldur til þess að vinna fyrir ættjörð sína. Henni þykir vænt um að heyra einlæg orð um það, er að gagni megi verða, viðvörunarorð og vísbendingar frá skoðanabræðrum sínum, og meira að segja gagnrýni og árásir, þegar henni skjátlast. Pað er það eina, sem hún getur reitt sig á«. Pað væri ekki óhyggilega gert af stjórnarblöðunum íslensku — og flokksmönnum hennar — að taka sér þessa reglu stjómar- blaðanna norsku til fyrirmyndar. Pað mundi mjög auka tiltrú

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.