Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Page 17

Eimreiðin - 01.09.1908, Page 17
i77 ranglæti gagnvart þeim meðlimum þjóðfélagsins, sem ekki vildu hafa þau trúarbrögð. I því efni verður eitt og hið sama yfir alla að gangá. Síðast, en ekki sízt, verður að minnast með nokkurum orðum á þann flokk manna á Islandi, sem ekkert vinnur, en lifir samt á fé landsmanna, hina svokölluðu uppgjafaembættismenn og skyldulið þeirra. I þá hít er eytt af þjóðarfé árlega samkv. fjárl. 61. þús. kr. Sextíu og eitt þúsund á ári er íslenzka þjóðin að borga fyrir hvað? Ekkert. Til embættismanna, sem í flestum tilfellum hafa verið hálaunaðir, meðan þeir gengdu embætti, — og hefðu því eins og hverjir aðrir ærlegir menn átt að geta á þeim árum safnað sér forða til elliáranna, í stað þess að eyða því í sukki og sællífi — og í mörgum tilfellum til manna, sem vitanlegt er, að ómögulegir reyndust til að gegna embætti vegna óreglu, og annarrar vesalmensku og ráðlagt hefur verið að segja af sér embættinu, til þess að verða ekki reknir frá því; því þá hefðu eftirlaunin tapast. Eg geng að því vísu, að þetta þyki hörð kenning, en hún er sönn, það vitum við, sem erum fædd og uppalin á Islandi. Bandaríkjaþjóðin fer ekki þann veg að. Hún er ekki að borga embættismönnum sínum oft fyrir sömu verkin, og þó eru em- bættislaun þar alls ekki há. Ríkisstjórarnir hafa t. d. í laun 2—3 þús. dollara, og hvorki þeir eða nokkur annar embættismaður Bandamanna — í ríkjunum eða sambandinu — fær eitt cent í eftirlaun. Bandamenn álíta, að hver einstaklingur eigi að sjá fyrir sér og sínum sjálfur, og bera hita og þunga lífsins, eins og það kemur fyrir; en lifa ekki sem sjálfsagðir á sveita þjóðarinnar frá því á unglings árum, og þangað til augunum er lokað í síðasta sinn, án þess að þurfa að hafa annað fyrir því en taka em- bættispróf. Burt með öll eftirlaun af íslandi, þau eru »out of order« (óréttmætt) eins og Ameríkumenn segja og ekki samboðin jafnaðar- mensku og frelsishugsjónum nútímans. Og þau eru skaðleg, að því leyti, að þau viðhalda þeim hugsunarhætti hjá uppvaxandi kynslóð þjóðarinnar, að sjálfsagt sé fyrir sem flesta að klífa þrí- tugan hamarinn, til þess að ná í embættispróf, því úr því það sé fengið, þá sé æfinlega tækifæri til að lifa eftir það á launum úr landsjóði. Pessi hugsun er undirrót þess, hve margir Islendingar 2

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.