Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 18
17»
keppast eftir að verða embættismenn. En þessi hugsun er óholl
fyrir þjóðfélagið. Mundi t. d. ekki vera heillavænlegra fyrir þjóðina.
að meirihluti af þeim hóp íslenzkra lögfræðinga sem nú eru
embættislausir, og þeirra, sem eru við lögfræðisnám í Khöfn, (17),
hefðu stefnt að annarri lífstöðu, sem að meira gagni hefði komið ?
Vafalaust. Eetta verður að færa í rétt horf, og óhultasta ráðið til
þess, er það fyrirkomulag, sem bent hefir verið á hér að framan.
Alt annað er, þó hver maður og kona reyni af fremsta megni að
ná sem mestri alþýðumentun og alla almenna mentaskóla, bæði
æðri og lægri, á þjóðin að gjöra sem fullkomnasta og aðgengi-
legasta.
Ejóðin á að launa sæmilega vel þau embætti, sem hún þarf
að hafa, en afnema hin, ásamt öllum eftirlaunum. Einhverjir munu
segja, að ekki sé hægt að gjöra þetta strax, en það er bara hugar-
burður. Breytinguna má gjöra þegar valdsmennirnir —- kjósendur
— vilja það. Langflestir* af þeim embættismönnum, sem hér
hefir verið farið fram á, að væru afnumdir (sýslumennirnir) og eftir-
launamennirnir, hafa um langan tíma haft há laun úr landsjóði, svo
skiftir þúsundum. Væri nú ekki líklegt og meira að segja sjálfsagt,
að þeir væru eins vel undir það búnir, að lifa það, sem eftir er
æfinnar, eins og almennir verkamenn, sem verða að hætta vinnu
sökum elli eða lúa, eða eins og bóndinn, sem þarf að koma upp
stórum barnahóp?
Eg ætla að eftirláta hverjum einum að svara þessu eftir vild.
Samkvæmt framangreindum tillögum verður árlegur sparnaður
á fé þjóðarinnar þessi:
Nú eytt til dómgæzlu og lögreglustjórnar samkv.
fjárl. 1908............................................. 103650 kr.
Til kirkjunnar............................................... 28000 —
» prestaskólans............................................. I2335 —■
» eftirlauna........................................ 61000 —
samtals. . . 204985 kr.
*) Aðeins sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu er ungur i embætti, en hann hefur
verið bóndi áður og mundi sjálfsagt geta verið það aftur.