Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Side 19

Eimreiðin - 01.09.1908, Side 19
179 Brúkað til dómgæzlu og lögreglumála eftir nýja fyrir- komulaginu: a) til 5 yfirdómara 4000 kr. til hvers .... 20000 kr. b) Kostn. við yfirrétt áætlaður...................... 500 — c) til 4 héraðsdómara......................... 14000 — d) Ferða kostn. þeirra............................... 4000 — e) Hreppstjóralaun ........................... 20000 — f) Fangavarðarlaun áætluð..................... 1600 — g) Kostnaður við hegn.húsið áætlaður .... 4000 — Til kirkjunnar............................................. » — » prestaskólans.......................................... » — » eftirlauna............................................. » — Samtals. . . 64100 kr. Sparnaður við breytinguna árlega. . . 140885 kr. Eitthvað mætti gjöra landinu til þarfa fyrir hundrað og fjöru- tíu þúsund kr. á ári. Og engan skyldi undra það, þó þeir íslend- ingar séu til, sem ofbýður að vita miklu af þessu fé eytt til þess, sem gjört hefur verið á sama tíma, sem þjóðin hefur liðið hálfgerða neyð, og hópar af henni flúið land; eins og t. d. í kringum 1880. Eg hefi heyrt suma Vestur-íslendinga segja það, að frá íslandi hafi þeir farið, vegna skattanna og álaganna, sem þeir voru skyldaðir til að greiða — ekki þó vegna þess, að þeim þætti þetta svo sérlega hátt eða ranglátt*) — heldur af því að þessum gjöldum þeirra var varið á þann hátt, sem áður hefur verið getið. Mikill hluti þeirra fór í embættislaun og eftirlaun, en lítið eða ekkert var gert landinu til viðreisnar. ?ó íslenzku þjóðinni líði miklu betur nú en þá, og þó hún eigi nú hægara með að greiða gjöld, þá rennur manni samt til rifja að sjá þessari upphæð kastað út árlega að óþörfu, eins og þjóðin á mikið ógjört til umbóta hjá sér. Það stjórnarfyrirkomulag, sem bent hefir verið á hér að framan, hefir í sér fólgið frelsi og *) í sumum tilfellum þóttu gjöldin ránglát t. d. þegar prestar heimtuðu gjöld með lögtaki af fólki, sem ekkert vildu við prest eiga. Stúlka ein, sem var vinnukona á Islandi, hefur getið þess í opinberu blaði hér, að frá Islandi hafi hún farið, vegna prestgjaldanna, og hve hart var gengið eftir þeim. 12

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.