Eimreiðin - 01.09.1908, Síða 23
i83
við: »og mælir ljóð af munni fram, þegar hann svo vill, ætíð spak-
lyndur, en þó vel knár og harðger.«
Ljóðmæli Guðmundar Einarssonar eru enginn stórfeldur skáldskapur,
heldur hafa þau á sér flest einkenni alþýðuskáldsins. Mjög mikið af
þeim er lausavísur, tækifærisvísur, um einn eða annan viðburð úr dag-
lega lífinu, sem skáldið hefir kastað fram stöku um, »mælta af munni
frarn«, sér og öðrum til gamans. Þess konar stökur eru oftast ekki
annað en dægurflugur. Samtíðarmennirnir, sem þekkja yrkisefnin, geta
haft mikla skemtun af þeim, en þegar frá líður, gleymast viðburðimir,
og þá þykir eðlilega minna í stökurnar varið, enda skiljast þær þá
ekki ætíð til fulls (sbr. »Fráhvarf«, »Skíðakonan«, »Unnustan« o. s.
frv.). Aftur eru aðrar þess eðlis, að þær geta átt við á öllum tímum,
af því viðburðirnir, sem kveðið er um, koma jafnan fyrir; og af þeim
stökurn hafa menn ávalt full not. f’annig gæti kvæðið »Læknis ákæra«
eins vel átt við á vorum dögum, eins og þegar það var kveðið fyrir
meira en hálfri öld. Sama má segja um kvæðin »Raupsaldurinn«,
»Búrasöngur« og ýms fleiri. Er allmerkilegt að sjá þar alveg sama
sönglandann um afturför í öllu og um að slandið sé að blása upp«,
eins og við hefir kveðið hjá sumum einmitt nú fyrir skömmu. Tekst
höf. mætavel að gera slíkt barlómshjal hlægilegt, án þess að segja
nokkurt ónotaorð um það — aðeins með einfaldri frásögn. Er ólíkt
meiri list fólgin í slíkri framsetning, heldur en ef höf. hefði farið að
berja barlóminn niður með stóryrtri hreysti-prédikun, eins og sumir
mundu hafa gert. Þetta er að sínu leyti sama aðferðin og jafnan er
beitt í sögunum okkar fornu. Þar eru höfundarnir ekki að kveða upp
neina dóma frá sjálfum sér um það, sem frá er sagt; heldur láta þeir
sér nægja að gera frásögnina þannig úr garði, að vandalaust sé fyrir
hvern meðalgreindan lesanda að kveða upp dóminn sjálfur.
Guðmundi Einarssyni virðist hafa verið mjög létt um að yrkja,
verið næstum »talandi skáld«, sem kallað er á alþýðumáli. Kveðandi
hans er lipur og merkilega laus við kenningar og edduhnoð til upp-
fyllingar, sem þó var svo títt á hans dögum. »Orustuvísur« hans sýna,
að hann mundi hafa orðið fyrirtaks rímnaskáld, ef hann hefði lagt það
fyrir sig. En honum hefir sjálfsagt fundist, að þar væri að bera í
bakkafullan lækinn, og því ekki viljað við það fást. Má vera, að rit-
gerð Jónasar Hallgrímssonar um rímnakveðskapinn hafi og haft
nokkur áhrif á hann í því efni, og þá ekki síður viðkynni hans af
»Friðþjófssögu« Tegnérs, eftir að hann kyntist henni. Mun honum
hafa fundist, að slík söguljóð sem hún hefði svo margfalda kosti fram
yfir rímurnar, að þau ættu að útrýma þeim. Hann tókst því á hendur
að þýða alla Friðþjófssögu á íslenzku og hafði lokið þeirri þýðingu
talsvert fyr en séra Matthfas Jochumsson gerði sína þýðingu, enda var
hann dáinn, er þýðing Matthíasar kom út. Er þessi þýðing merkilega
vel af hendi leyst og ætti reyndar skilið, að hún væri útgefin í heilu
lagi. Hér látum vér oss þó nægja að birta sýnishorn af hveiju kvæði;
og ber það einkum til þess, að oss er Ijóst, að þó þýðingin sé í sjálfri
sér ágæt, þá mundi hún þó aldrei geta fallið íslenzkum lesendum eins
vel í geð eins og þýðing Matthíasar, sem bæði er snildarlega gerð og
búin að festa sig í hugum manna, bæði orðin og lögin, um land alt.