Eimreiðin - 01.09.1908, Síða 34
194
Víga hrærir harðan málm,
holund fossar stungin;
augun stærir ægis-hjálm,
ógnar blossa þrungin.
Ryðst um undra frækinn fast
Fjölnir Hildar málma;
alt í sundur barið brast;
brynjur, skildir, hjálmar.
Hermúgs raðir hratt með rögg
í helju krappa fletur;
enginn staðist ógnar högg
ofur-kappans getur.
Hljómar vigur hlífum á,
hjalta naðurs reynir
vegur sigur vígs í þrá
vaskur Aðalsteini.
FJALLKONAN Á FRÓNI.
Á segulstóli situr blám,
silfurbeltuð í grænu skrúði,
Fjallkonan, búin faldi hám,
fegurð og tign er yfir brúði;
leiptrandi blika brúna ljós
bládökk, og þó sé fölur vanginn
hríslast um kinnar roða-rós,
er röðull þær kyssir ástum fanginn.
Hreinlynd er snót og handamjúk,
hlynnir vel þeim, er unna henni;
um annarra lán ei öfundsjúk,
eins og sum gjörast lítilmenni.
Margan ágætan ól hún son
áður og dóttur meginfríða,
er hennar vóru hrós og von,
hneigð viður móður brjóstið þýða.
Mörg átti hún einnig önnur börn,
er ólík er sagt að hinum væri,
og efldi hag þeirra ásta gjörn,
ómannlega þó margt þeim færi.
Frá henni nauðgri brutust brott,
blíða sízt vildu móður annast;
og unnu títt fremur ilt en gott, —
við uppeldið þótti ei skylt að
kannast.
Af því kjörgripa átti hún safn,
sem aðrar konur ei sýna kunnu,
og hafði fengið frægðar nafn,
fyrðar margir að garði runnu
tíðum, er girntust tigna að sjá
tróðu gullbanda og meiðma skara;.
útlendir gistu oft henni hjá,
á hnossir fásénar náðu stara.
Ágirnd þeim bæði og öfund lék
á hennar frægu menjagripum;
hertu þá fleiri upp hug og þrek,
hleyptu til Fróns ámörgum skipum
og dýrar hnossir báru braut,
með brögðum ýmsum er höfðu
fengið;
annað eins kváðu óþarft skraut
aldraðri snót á jökul-vengi.§
Helgar landvættir horfnar frá
hauðri voru, sem ægir girðir:
griðungur Pórðar gall ei þá
glymjandi úti á Breiðafirði,