Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Page 39

Eimreiðin - 01.09.1908, Page 39
‘99 Stúlkan stendur úti á stétt við bæjardyr, er þar altaf kyr, reifuð rósa-klúti. Hann í hlaðið ríður, hestur móður blæs. Nú er gefin gæs: fyrir er svanninn fríður. Stúlkan stendur úti; stígur þorna ver af baki, en blektur er af brendum kjarna’ úr kúti. Heilsar hringa þöllu; hún læzt vera þá snúðug í svip að sjá, af biðinni — öllu og öllu. Með eftirgangs-munum mestu mildast lætur hún, reiði renna af brún. Slyng er Freyja í flestu! MANNLEITIN. Menn fóru út um allan heim, einungis til að leita að þeim dygðugum manni, er mætti góðs maklegur geta talist fljóðs. En það varð eintóm armæðan, enn þá er nú ei fundinn hann. Að finna mann, sem er ekkert að, undur hin mestu væru það! Einn er drembinn oflátungur, annar nízkur og fúllyndur, þriðji sú mesta ógerð er, ygldur hinn tjórði og lyndis-þver. Af því á myrkum æfi-stig engin finst veran fullkomlig, stúlkunum ræð ég þetta þá: Pær skulu taka hvern sem fá. ÍSLAND. Úr Norður-sjávar svölu skauti hefur fjall-tinda himin-gnæfa ísfaldin eyja, umgyrð hafi; gnauðar við sanda gjálfur marar. Gljáir á jökul- gnípur hálar; gyllir þær röðull roða fögrum; gnæfa fjöll hátt við himin bláan, með standberg slétt og stórskornar gjár. Fagrir eru dalir fjalla milli, grasi grónir og gullnum blómum; þar hafa búmenn bæi reista starfsamir á stöðvum áa. Bruna fram ár af bröttum hömrum með stríðum fossum og sturlandi nið,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.