Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Page 41

Eimreiðin - 01.09.1908, Page 41
201 Svínadalur elur ær og ógnar sauba-fjölda; hann er varla af flóum fær fyrir menska hölda. Kolkumýrar kennir þjóð, er kallast Ásar núna; útbeitin er ærið góð, en erfið ræktin túna. Gleður lýði gróin hlíð grass í víða salnum; veður-blíðan varir þíð Vatns í fríða dalnum. Víðidalur er vegleg sveit, vel þar margir búa; er þar tíðum ýtt á beit ám og sauða-grúa. Miðfjörbur er mikil sveit, magur bæði og feitur ; þrífast vel í þessum reit þjórar, sauðir, geitur. Pó Hrútafjörður harður sé, hvergi kemur að grandi; hans því jafnan varða vé vættir helgra á landi. Úr Friðþjófssögu Tegnérs. I. friðÞjófr ok ingibjörg. Harla fagrar í Hildings garði óxu jurtir tvær í árdaga; aldri sá nokkurr á Norðrlöndum svá fögr blóm gróin á grænum völlum. Óx þar önnur sem eik í skógi: á sterkum stofni stórvaxin gnæfir við himin heiðan með hvelfdu lauf-djásni, hjálmbrúsk-löguðu, er hrærir vindr. Var önnur sem rjóð rós at líta á vori ný-sprottin, at vetri liðnum, þar's í blómknappi í brosanda draumi árblíðan hvílir ok eykr þroska. Undu þau æfi, unnust hug-ástum; þá fyrstu rún, er Friðþjófr nam, Ingibjörg’ kendi, unnustu sinni — þóttist vegsælli vísi hverjum. Lét hann fley fljóta of fjörð myrkbláan til skemtanar fagri skrúða þöllu; handfögr mær, hann þá’s sneri segli, lof í lófa klappar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.