Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Page 70

Eimreiðin - 01.09.1908, Page 70
230 Það andar úr ungum og eldgömlum barmi — andvarps-stunum og kæfðum harmi. Hvað er þessi þungi og hafdjúpi niður, er hljómar sem þúsund radda kliður? — — Sko! — Hafið hreyfist! — Úr helju ganga hundrað, — þúsund — og fleiri enn beinagrindur með bleika vanga, blautir og sjóhraktir — druknaðir menn. Þeir stíga dans eftir sálma-söng, og sjávar-gjálpi og Líkaböng; og maurildis-logarnir lýsa úr augum á líkbleikum, nöktum og þangvöxnum draugum. Þúsund beingrinda hnýttar hendur hvítum knúunum benda að iandi, og teygja armana hærra og hærra, ' og hrópa um frelsun frá sjávar-grandi. —- Það vein sker mig gegnum merg og bein, og mér finst hjartað mitt kólna í barmi; — slík dauða-óp geta grætt hvern stein, og gert menn sjúka af voða-harmi. — í landi menn hrökkva’ upp úr svefni’ og sjá sjóblautar vofur og hverfandi skugga; — og niðdimm og löng verður nóttin oss þá, er náimir guða á baðstofu-glugga. Það gæti verið. freistandi að tilfæra fleira laglegt úr þessu litla kveri, en rúmið leyfir það eigi, enda væntir oss að þetta nægi til að vekja löngun manna til að kynnast kverinu sjálfir. — Auk íslenzku kvæðanna eru í því nokkur kvæði á norsku sveitamáli, og allmargar þýðingar á ýmsum kvæðum eldri skálda íslenzkra, sem hafa tekist sér- lega vel, enda mun sveitamálið norska betur lagað fyrir þess konar þýðingar en nokkur önnur útlend tunga. Og höf. virðist að hafa náð furðugóðum tökum á því máli, enda hefir hann dvalið langdvölum í Noregi og fengið þar mesta mentun sína. Framan við kvæðin er mynd af höfundinum. Þess ber enn að geta, að bókin fæst í tveim útgáfum, — hin stærri með norsku þýðingunum, en hin minni án þeirra, og kostar hún ekki nema 75 aura. V. G. HALLGRÍMUR PÉTURSSON: PASSÍUSÁLMAR, með fjórum röddum fyrir orgel eða harmóníum. Útgefandi Jónas Jónasson. Rvík. (D. Östlund) 1906—1907. Um bók þessa er flest gott að segja. Lögin eru mörg fögur og flest ljómandi vel raddsett; raddsetningarnar eru flestar gamlar eða með gömlu sniði, og miklu vandaðri en alment gerist nú á tímum. Ættu lögin í þessum búningi að ná almenningshylli, en hvort þau gera það strax, tel ég óvíst. Til þess eru raddsetningarnar of óvana- legar. Útgefandinn getur þess í formálanum, að lögin komi ekki fram í frumbúningi; en hversvegna notar útgefandinn þá ekki tækifærið til

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.