Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 73
233 konungsríki verður opinberlega viðurkentj en sambandinu verður ekki slitið með uppsögn, sem menn hingað til höfðu rétt til. Gamli sáttmáli (frá 1262) fellur sem sé úr gildi. Er hætt við að frumvarpið þess vegna mæti nokkurri mótspyrnu á Islandi, en það er spursmál, hvort ekki sé betra að láta Gamla sáttmála falla, ef menn geta nú fengið viðurkent fullveldi í málefnasambandi við Danmörku. Til þess að frumvarpið geti náð samþykki Islendinga, mundi þó verða að gera þá orða- breytingu í 1. gr., að í staðinn fyrir »hið sameinaða danska ríki<t komi: »hið sam- einaða dansk-íslenzka ríki«} eða þá »hið dansk-íslenzka konungsveldi« (Monarki). — í íslenzka textanum stendur: »eru því í ríkjasambandi, er nefnist veldi Danakon- ungs«. En þetta kemur ekki heim við danska textann: »og danner saaledes sam- men med Danmark en Statsforbindelse, uet samlede danske Rige.« íslenzka orðið »veldi« er talsvert yfirgripsmeira orð en »Rige«, og verður tæplega þýit með öðru en »Monarki«. — Til þess að samkomulag náist. verða íslendingar því líklega að heimta, að danska textanum verði breytt, svo að hann verði í fullu samræmi við ís- lenzka textann. Náttúrlega mundu þeir helzt kjósa, að allri eftirsetningunni »og danner saaledes« o. s. frv. væri alveg slept. Hún er algerlega óþörf. Hvernig verður nú staða Islands, ef nefndarfrumvarpið verður samþykt ? Til þess að geta svarað því, er nóg að líta á 1. gr. þess. ísland verður frjálst og sjálfstætt, með öðrum orðum fullveðja; það verður í sambandi við Danmörku um þau mál, sem báðir aðilar hafa orðið ásáttir um að telja sameiginleg. »Island verður,« eins og skýrt er tekið fram í athugasemdunum við frumvarpið, »sérstakt ríki jafnhliða Danmörku«. Ekkert yfirríki er sett á stofn og sambandið verður því málefnasamband. Fullveðja ríki hefir ísland de jure (lagalegaj verið síðan 930j en eftir sam- band þess við Noreg og síðar við Danmörku varð, eins og kunnugt er, í raun og veru smámsaman svo mikil breyting á stöðu þess, að það varla gat talist öllu meii a en landshluti með nokkurri sjálfstjórn. En meðan Gamli sáttmáli frá 1262 var ekki úr gildi feldur, hélt ísland enn þá lagalega fullveldi sínu og var í konungssambandi við Danmörku. En þetta hefir Danmörk ekki viljað viðurkenna, og þó það frá lagalegu sjónarmiði geti ekki haft áhrif á stöðu íslands, þá hefir það þó eðlilega mikið að þýða í framkvæmdinni. En nú getur Island fengið fullveldi sitt viðurkent af sambandsþjóð sinni, og verður þá ekki annað séð, en að ísland ætti að fallast á frumvarpið. Barátta íslendinga hefir einmitt stefnt að því, að fá fullveldið viður- kent. í*etta var aðalatriðið og krafa hins mikla Pingvallafundar í fyrra sumar. Ein- mitt því var líka haldið fram í riti Einars Hjörleifssonar »Frjálst sambandsland«. Hvort sambandið svo verður konungssamband eða málefnasamband skiftir hlutfalls- lega minna. ísland verður fullveðja; þetta sýnn, eins og á hefir verið vikið, undir eins fyrstu orðin í frumvarpinu, sem, ef það verður samþykt, verður nýr sáttmáli milli íslands og Danmerkur. Hér er ekki að ræða um lög, sem aðeins annai aðilinn hafi samþykt (eins og stöðulögin frá 1871), heldur eins og rétt er að orði kveðið, »er báðir að- ilar hafa orðið ásáttir um«, sáttmála, sem gerður er með tvennum samhljóða lögum, íslenzkum og dönskum, og sem staðfestur er með undirskrift konungs. Einnig þetta sýnir fullveldi íslands, því eins og hinn frægi þýzki ríkisréttarfræðingur próf. Jellenik segir (í »Die Lehre von Staatenverbindungen« bls. 54): »I*að ríki er fullveðja, sem einungis er bundið með sáttmála«. Og á öðrum stað (bls. 204; segir hann: »Sam- band milli sjálfstæðra ríkja, getur því ekki myndast með lögum, því ekki orðið haldið í skorðum með lögum, því ekki orðið slitið með lögum. I*að getur aðeins myndast með sáttmála, því orðið haldið í skorðum með sáttmála og því orðið slitið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.