Eimreiðin - 01.09.1908, Page 74
234
af ástæðum, sem eiu lögfullar til sáttmálaslita.« Til þess að sýna, hvern greinar-
mun Jellenik gerir á lögum og sáttmála, má nefna, að hann skoðar sænsk-norsku
sambandslögin frá 1815 (sem samsvara hinu dansk-íslenzka nefndarfrumvarpi) sem
sáttmála, og á öð.rum stað (bls. 230) segir hann: »sáttmáli getur birzt í lagaformi
eða verið gerður með lögum«.
Vér gátum áður um, hve táknunin »det samlede danske Rige« væri lítt við-
unandi. En jafnvel þó þessu yrði ekki breytt, þarf það engan veginn að þýða, að
samband Islands og Danmerkur verði ekki málefnasamband. Allir helztu ríkisréttar-
fræðingar skoða samband Austurríkis og Ungverjalands sem málefnasamband og að
bæði löndin hafi fullveldi. Og þó er í stjórnarskrám beggja þessara landa talað
um Austurríki og Ungverjaland sem >ríkishelminga« ; þau eru ýmist kölluð »austur-
ríkska-ungverska konungsve]dið« (Monarki) eða »austurríkska-ungverska ríkið«, og
sýnist það benda á, að bæði löndin séu eitt ríki, sem þó engan veginn er, eins og
Jellenik (bls. 250) greinilega skýrir, um leið og hann getur um þessar táknanir
þeirra. — — Sameiginlegu málin fara dönsk stjórnarvöld með fyrir höndís-
lands, þangað til öðruvísi verður ákveðið með lögum, er ríkisþing og alþingi setja
og konungur staðfestir. Island felur þannig Danmörku af frjálsum vilja að fara :neð
þessi mál, en sleppir auðvitað ekki með því neinu af fullveldi sínu. I sjálfu hug-
takinu fullveldi felst einmitt það, að það getur takmarkað sig sjálft, án þess að
það missist. Orðin »fyrir hönd ísland« sýna líka, að Danmörk á ekki að fara t. d.
með utanríkismálin sem eingöngu dönsk mál, heldur sem mál Dana og íslend-
inga í einu.« V. G.
UM BÓK LUNDBORGS um ríkisafstöðu íslands hefir Fredrik Hjelmqvist,
Fil. Lic., ritað í »Statsvetenskaplig Tidskrift för Politik-Statistik-Ekonomi«, XI, 2
(apríl 1908). Eftir að hann hefir skýrt frá röksemdum í.undborgs fyrir því, að ís-
land hafi aldrei glatað fullveldi sínu, með því íslendingar hafi aldrei sjálfir samþykt
neina verulega breytingu á þeirri afstöðu, er landið hafði, þegar Gamli sáttmáli var
gerður, hnýtir hann þar við svo feldum athugasemdum: »Til eru þó óþægilegar
staðreyndir, sem honum naumast tekst að gera að engu. Hæstiréttur Dana
hefir um langan aldur einnig verið æðsti dómstóll í íslenzkum málum. Auk þess
hefir íslandi í raun og veru öldum saman verið stjórnað frá Kaupmannahöfn sem
dönskum landshluta. Grundvöllurinn undir hinni núgildandi skiftingu í sérmál og
sameiginleg mál eru og lög frá 1871, sem konungur og ríkisþing hafa sett, og í
þessi lög er beinlínis vitnað í stjórnarskránni frá 1903, sem samþykt var af alþingi
íslendinga í einu hljóði að kalla mátti. í*að virðist þannig engan veginn eins ótví-
rætt, að hinn formlegi réttur sé íslendinga megin, eins og höf. vill telja mönnum
trú um. Og mjög svo skiljanleg er afstaða þeirra danskra höfunda, er halda því
fram, að bezt sé að láta öll hin formlegu þrætuatriði eiga sig, sem engin leið virð-
ist til, að ná samkomulagi um, og snúa sér eingöngu að hinni praktisku, pólitisku
hlið málsins, og leitast við á þeim grundvelli að komast að þeirri niðurstöðu, sem
er báðum löndunum fyrir beztu.«
Svona lítur hann á réttarkröfur vorar, þessi höf.; álítur þær harla vafasamar,
en neitar þó ekki, að þær hafi við nokkuð að styðjast. V. G.
UM SAMBANDSMÁLIÐ hefir Licentiat Rolf Nordenstreng ritað 3 all-
langar greinar í »Stockholms Dagblad« (11., 13. og 15. maí 1908), og höfum vér
fengið sérprentun af þeim. Rekur hann þar fyrst sögu málsins, og skýrir því næst
frá flokkaskipan og stefnum á Islandi. Skilnaður álítur hann að mundi leiða til