Eimreiðin - 01.09.1908, Qupperneq 75
235
afturfara fyrir landið, því kostnaðurinn við að vera sjálfstætt þjóðveldi mundi reyn-
ast meiri, en menn gera ráð fyrir. Það mundi og vissulega verða tap fyrir íslenzka
menning, ef íslenzkir stúdentar mistu hlunnindi sín við Kaupmannahafnarháskóla.
»Guðmundur Hannesson og andleg börn hans,« segir hann ennfremur, »hugsa sér
sjálfssagt, að á vorum upplýstu tímum með gerðadómstólum, verndarsamningum og
friðarþingum o. s. frv. mundi jafnsaklaust smálamb eins og þjóðveldið íslenzka fá
að drekka Atlanzvatn sitt í friði. Peir þykjast sjá tóma samkyns sauði í kringum sig í
heiminum — nema mannýga danska hafurinn —, en, eins og gamalt íslenzkt mál-
tæki segir, »þar er mér úlfs von, er ég eyrun sé«, og á þeim bólar greinilega út
undan sauðargærunni. fað er hættulegur leikur, sem íslenzku skilnaðarmennirnir eru
að leika. Land, sem á jafnmikið af ágætum fjörðum, er gera má að herstöðvum,
jafnmikið af auðugum fiskistöðvum og svo miljónum skiftir af hestöflum í fossum
sínum, gæti orðið fleirum ríkjum freistandi bráð en Noregi. Í*ví verður eigi neitað,
að sambandið við Danmörku veitir Islandi eigi alllitla tryggingu. í*að verður jafnan
álitið viðurhlutamikið og viðsjárvert að ráðast á eins gamalt og virt ríki, sem á
aðra eins hauka í horni út um alla Norðurálfu, eins og danska ríkið. Sem ein-
stæðingur mundi Island hafa miklu minni skilyrði fyrir að verjast fjandlegum árás-
um með sendiherramálaleitunum. Og hervæddur hrammur Breta eða í^jóðverja
mundi vafalaust leggjast þyngra á en hönd Dana. — Sambandið við Dani er í
sannleika lífsskilyrði fyrir Island, framar öllu öðru. Af engri þjóð stafar eins lítil
blóðsuguhætta eins og einmitt Dönum, en hins vegar gætu þeir hjálpað íslendingum
til að nota betur og hafa meira upp úr landsnytjum sínum.«
í^etta er ritað áður en nefndarfrumvarpið birtist. í þriðju greininni skýrir höf.
frá því og tekur þar upp i. gr. orðrétt, en þýðir þar »ríkjasamband« (Statsfor-
bindelse) með »rikshelhet«. — »í þessum orðum,« segir hann, »liggur vafalaus við-
urkenning um að ísland sé sjálfstætt ríki í málefnasambandi við Danmörku. Aftur
mundu íslendingar verða að sjá á bak fullveldi því, sem um hefir verið barist. ef
þetta frumvarp verður samþykt, því fullveldið er að sjálfsögðu hjá ríkisheildinni.
En máske Island með því móti samt sem áður fái hlutdeild í þessu hnossi; máske
Danmörk ein sér missi það og eigi það framvegis einungis í samfélagi við Island?
Látum sérfræðingana rífast um þess konar hártoganir! í^að sem Island kynni að
missa að þessu leyti, er ekkert annað en hefðarskrúð, sem er næstum alt of mikil-
fenglegt fyrir land með einum 80 ooo íbúum. Sá missir verður landinu hvorki til
tjóns né minkunar.«
Eftir að hafa minst á ákvæðin um fánann, segir hann: »ennfremur hverfur það
hellubjarg úr sögunni, sem Landvarnarflokkurinn á sínum tíma bygði á tilveru sína:
seta ráðherrans í ríkisráði Dana. En kunni ég þá rétt að þekkja, Landvarnar-
mennina, þá koma þeir niður á fæturna eins og kötturinn, og klifrast upp á ein-
hverja aðra hneykslunarhellu. Hana munu þeir finna í jafnrétti Dana og íslendinga,
sem enn á ný er slegið föstu, og sérstaklega tekið fram, að það gildi um réttinn
til fiskiveiða. Kunningi vor frá Stokkhólmi, Bjarni Jónsson, og skoðanabræður hans
hetja sjálfsagt baráttu gegn því og berja hávaðabumbu Landvarnarflokksins af alefli.
En næsta líklegt er, að ekki verði þó alt of margir til þess, að hlaupa eftir þeim
bumbuslætti.«
Höf. segir, að stjórnarflokkurinn íslenzki muni taka niðurstöðu nefndarinnar
með mesta fögnuði. Meðal andstæðinganna muni skoðanirnar verða meira skiftar.
Meirihluti þeirra, I^jóðræðisflokkurinn, muni reyndar harma missi fullveldisins, en þó
taka því, sem í boði er, og þakka sér niðurstöðuna, með því hann hafi teymt
stjórnarflokkinn svo langt í áttina, að samvinna hafi getað átt sér stað. Minnihluti