Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 13
169 Nokkur hluti af verði varnings þess, sem samkv. Landshags- skýrslunum er fluttur til landsins, er ágóði kaupmanna. Og þar eð ég hef ekki dregið neitt frá upphæðum þeim, er Landshags- skýrslurnar sýna, skeikar áætlunum mínum hér að framan dálítið. En ég hef ekki dregið neitt frá fyrir ágóða kaupmanna vegna þess, að væru hinar ýmsu tegundir iðnvarnings búnar til í landinu, þá græddi almenningur, eða réttara sagt sparaði, það, sem kaup- menn nú græða á þeim varningi. fví lengra sem er milli fram- leiðanda og neytanda, því dýrari varningur. Enda sýndi það sig, þegar vindlaverksmiðjurnar voru stofnaðar á íslandi, að útsöluverð vindla lækkaði. íslenzku verksmiðjurnar seldu kaupmönnum þó ekki ódýrar, en þeir gátu keypt af útlendum verksmiðjum. Eg er því í vafa um — þó ég sé á móti tollverndun —, hvort rétt hafi verið að tolla innlenda vindla, úr því verksmiðjurnar voru stofnaðar. Hvort vindlar eru óþarfi eða ekki, kemur ekki málinu við, úr því að þeir eru keyptir, hvort eð er. Vindlagerð er, flest- um iðngreinum framar, handavinna. Pessvegna er mjög sennilegt, að landsmenn, og einkum kvenfólk, gæti haft atvinnu á vetrin við 'að búa til vindla, er seldir væru til útlanda. Kaup vindlara hér í Höfn er að meðaltali 20 krónur á viku. Duglegustu vindl- ararnir -— og það eru oftast kven vindlarar — vinna sér inn 30 krónur á viku. Vinnan er næstum eingöngu ákvæðisvinna (»ak- kord« vinna). Sumir halda, að þær iðngreinar, sem vinna úr útlendu efni, geti ekki þrifist á íslandi. En slíkt er fjarstæða. Vindlagerð þrífst t. d. vel hér í Danmörku, og þó að Danir rækti eitthvað af tó- baki, þá er það ekkert á borð við það, sem þeir flytja inn í landið af óunnum tóbaksblöðum (um 10 milj. punda á ári) Danir hafa og mikinn járnið'nað (skipasmíði, skilvindur, mótora og aðrar vél- ar), þó alt járn og öll kol séu aðflutt (járnið frá Svíþjóð, kolin frá Englandi). Eg hef tekið Dani hér til dæmis, af því að ég er staddur meðal þeirra. * * * Orðtækið segir, að það liggi margar leiðir til Rómaborgar. — Pó sama megi ef til vill segja um velferð íslendinga, þá virðist mér þó ein leiðin áreiðanlega styzt. En það er sú, sem miðar að velmegun alþýðu. Helzta skilyrði þess, að þjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.