Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 62
2l8 manna« voru mest á árunum 1880—90; þá stóð hagur þessa flokks með mestum blóma; síðan hefir altaf verið að draga úr þeirri hreyfingu; skáldin, sem höfðu hnappað sig kringum Georg Brandes, fóru smátt og smátt að yfirgefa hann; sjálfur er hann líka búinn að yfirgefa ýmsar af sínum fornu skoðunum, enda hefir hann nú engin áhrif lengur. Nú er Brandes orðinn heitur föður- landsvinur og hervarnavinur, prófessor að nafnbót, kommandör af Dannebrog o. s. frv. Hver skyldi hafa trúað því í gamla daga! Hreyfingar þær, sem Brandes kom á stað, vekja nú engan óróa lengur, þær eru dotnar úr sögunni og allir hættir aö kýta um þær. Hin svokallaða realistiska stefna hefir þó haft mjög mikil áhrif á lífsskoðun almennings og sérstaklega á hugmyndalíf æsku- iýðs þess, sem var á gelgjuskeiði fyrir 20—25 árum; en nú er hinn danski æskulýður yfirleitt farinn að fylgja alt öðrum merkjum. Pað er óhætt að segja, að það er nú orðið almenningsálit í Dan- mörku, að bókmentastefna sú, sem Brandes hóf, hafi eigi orðið til góðs; allir nema gamlir flokksmenn telja það víst, að margt ilt hafi af henni hlotist, og að engin þjóðþrif muni af henni standa í framtíðinni. Lífsskoðun sú, sem þeir Brandessinnar fylgdu, er á útlendu máli kölluð »æstetiskur radíkalismus« og hefir sú stefna haft töluvert fylgi hjá nokkrum hluta mentalýðsins á Frakklandi, Býzka- landi, í Rússlandi, á Norðurlöndum og víðar, en lítt náð til hinna enskumælandi þjóða; fyrir Englendinga voru kenningar þessar of loftkynjaðar, þeir skoða lífið og hlutina oftast frá hinni praktisku hlið. Af því þessi stefna einmítt nú hin seinustu ár — þegar hún er að deyja út annarstaðar — hefir haft mikinn byr og áhrif á Islandi, beinlínis og óbeinlínis í bókmentum og pólitík, viljum vér nánar lýsa aðalatriðum hennar, eins og hún kom fram í Dan- mörku á árunum 1880—90. Hugmyndastefna þessi er ekki hrein listskoðun á lífinu, eins og fyr hefir komið fram hjá ýmsum stórskáldum og listamönnum, heldur sambland ýmsra fjarstæðra greina; hún er bræðingur af raunspeki Comtes, efnistrú Buchners, nytsemdakenningum Benthams, og Mills, ósiðafræöi Nietzsches og pólitiskum byltingakenningum 18. aldar, alt í þykkri fagurfræðis og skálddrauma sósu. Af þessu leiðir, að þeir, sem slíkar kenningar aðhyllast, hafa miklar mætur á skáldskap og listum, en hafa mjög lítinn áhuga haft á vísindum eða almennum mentum; að þeir eru trúbragðalausir og vilja njóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.