Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 62

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 62
2l8 manna« voru mest á árunum 1880—90; þá stóð hagur þessa flokks með mestum blóma; síðan hefir altaf verið að draga úr þeirri hreyfingu; skáldin, sem höfðu hnappað sig kringum Georg Brandes, fóru smátt og smátt að yfirgefa hann; sjálfur er hann líka búinn að yfirgefa ýmsar af sínum fornu skoðunum, enda hefir hann nú engin áhrif lengur. Nú er Brandes orðinn heitur föður- landsvinur og hervarnavinur, prófessor að nafnbót, kommandör af Dannebrog o. s. frv. Hver skyldi hafa trúað því í gamla daga! Hreyfingar þær, sem Brandes kom á stað, vekja nú engan óróa lengur, þær eru dotnar úr sögunni og allir hættir aö kýta um þær. Hin svokallaða realistiska stefna hefir þó haft mjög mikil áhrif á lífsskoðun almennings og sérstaklega á hugmyndalíf æsku- iýðs þess, sem var á gelgjuskeiði fyrir 20—25 árum; en nú er hinn danski æskulýður yfirleitt farinn að fylgja alt öðrum merkjum. Pað er óhætt að segja, að það er nú orðið almenningsálit í Dan- mörku, að bókmentastefna sú, sem Brandes hóf, hafi eigi orðið til góðs; allir nema gamlir flokksmenn telja það víst, að margt ilt hafi af henni hlotist, og að engin þjóðþrif muni af henni standa í framtíðinni. Lífsskoðun sú, sem þeir Brandessinnar fylgdu, er á útlendu máli kölluð »æstetiskur radíkalismus« og hefir sú stefna haft töluvert fylgi hjá nokkrum hluta mentalýðsins á Frakklandi, Býzka- landi, í Rússlandi, á Norðurlöndum og víðar, en lítt náð til hinna enskumælandi þjóða; fyrir Englendinga voru kenningar þessar of loftkynjaðar, þeir skoða lífið og hlutina oftast frá hinni praktisku hlið. Af því þessi stefna einmítt nú hin seinustu ár — þegar hún er að deyja út annarstaðar — hefir haft mikinn byr og áhrif á Islandi, beinlínis og óbeinlínis í bókmentum og pólitík, viljum vér nánar lýsa aðalatriðum hennar, eins og hún kom fram í Dan- mörku á árunum 1880—90. Hugmyndastefna þessi er ekki hrein listskoðun á lífinu, eins og fyr hefir komið fram hjá ýmsum stórskáldum og listamönnum, heldur sambland ýmsra fjarstæðra greina; hún er bræðingur af raunspeki Comtes, efnistrú Buchners, nytsemdakenningum Benthams, og Mills, ósiðafræöi Nietzsches og pólitiskum byltingakenningum 18. aldar, alt í þykkri fagurfræðis og skálddrauma sósu. Af þessu leiðir, að þeir, sem slíkar kenningar aðhyllast, hafa miklar mætur á skáldskap og listum, en hafa mjög lítinn áhuga haft á vísindum eða almennum mentum; að þeir eru trúbragðalausir og vilja njóta

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.