Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 75
231 ummæli hans af því tægi. En hér er ekki rúm fyrir slíkt í jafnstuttum ritdómi og Eimr. jafnan verður að láta sér lynda um bækur. Um þetta þyrfti að skrifa heila ritgerð, sérstaka, og höfum vér í huga að gera það síðar. Verður þar og minst ýtarlegar á þessi merkilegu kvæði í heild sinni, sem eru svo þrungin af efni og hugsanaspeki, að ekki er unt að gefa neina hugmynd um slíkt í fáum línum. Vér verðum þvi' að láta oss nægja nú að vekja eftirtekt á bókinni og þakka þeim Vestur- íslendingum, sem gengist hafa fyrir því að koma henni á prent. Þeir hafa þar unnið þarft verk, því bókin er stórprýði fyrir bókmentir vorar. Auðvitað eru kvæðin ekki gallalaus, en kostirnir eru svo yfirgnæfandi, að gallanna gætir lítið. Hún mun lengi standa sem minnisvarði »óbrotgjarn í bragartúni«, ekki einungis yfir St. G. St. sjálfan, heldur og yfir ný- lenduna Islenzku í Vesturheimi, löngu eftir að íslenzkt þjóðerni er þar undir lok liðið. V. G ÁRSRIT RÆKTUNARFÉLAGS NORÐURLANDS t9o9. í þessu ársriti eru margskonar skýrslur um störf og framkvæmdir félagsins og annarra garðræktarfélaga, sem standa í sambandi við það sem skilgetin afkvæmi þess. En auk þess eru þar 3 ritgerðir, sem sann- arlega er vert að kynnast. Er hin fyrsta um vatnsveitingar eftir búfræð- ing Jakob H. Líndal, önnur um garðyrkju (einkum blómrækt) eftir garð- yrkjumann Sigurð Pálmason og hin þriðja um tilraunir með trjárækt á Norðurlandi eftir Sigurð Sigurðsson skólastjóra. Eru þær allar mikils virði og bera þess órækan vott, hve blessunarríkt starf þetta féiag er að vinna og hve ötula og áhugamikla verkamenn það á í víngarði sínum. Það er beinlínis hressandi að lesa svona ritgerðir, sem anda að manni hlýju gróðrarlofti, ilmandi af frjómagni og framtíðarvonum, Hér er af kappi unnið að því, að græða, klæða og prýða iandið okkar og leggja með því grundvöllinn að sönnu sjálfstæði þess. Þeir menn, sem að slíku vinna, eru ólíkt meiri föðurlandsvinir en þeir gjálfurpostular, sem með skrumi sínu og skjalli eru að tæla bændur og búalýð út í vanhugsaða baráttu gegn ímyndaðri ánauð, sem hvergi er til nema í þeirra eigin heila. Þeir ala líka ættjarðarást í brjósti, en hún er ekki heilbrigð, hún er sjúk. Þess vegna verður munurinn á þeim og ræktunarpostulunum svo afskaplegur. Aðrir eru að teygja landslýðinn út í fen og foræði, hinir upp í ilmandi blómgresisbrekku umkringda blómrunnum og blik- andi laufkrónum, og er neðar dregur, sfullgróinn akur, fegurst engjaval«. Gefi hamingjan, að slíkum föðurlandsvinum fjölgi sem mest í landinu og að þeim takist að kæfa það illgresið, sem máske hvað mest stendur skjótum gróðri fyrir þrifum, — en það eru gjálfurpostularnir. Þá getur landið átt fagra framtíð í vændum. Þá verður ísland »farsælda fróns. V G. íslenzk hringsjá. ÍSLAND. Um ísland er langur, óvenjulega skýr og vel ritaður kafli í »Nordisk Familjebok«, hinni miklu alfræðisbók (Konversationsleksikon) Svía, sem nú er að koma út v Er þar fyrst lýsing á landslagi þess og legu, jarðmyndun, loftslagi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.