Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 29
i»5 fremstur í flokki þeirra var sá, er Latham hét (af enskri ætt). Hann hóf fyrst flugtilraunir um vorið 1909, en tók skjótum fram- förum og hafði á skömmum tíma unnið ýms verðlaun fyrir flug. Loks strengdi hann þess heit, að fljúga yfir Ermarsund milli Eng- lands og Frakklands fyrir 1. ágúst þá um sumarið. 62,500 frönk- um var heitið í verðlaun fyrir að leysa þessa þraut. Árla morguns 19. júlí lagði Latham af stað á flugvél sinni frá Calais. Eegar hann kom út yfir sundið og var horfinn sjón- um manna á Frakklandi, misti hann flugið og féll í sjóinti á vél sinni. En honum vildi það til lífs, að vélin flaut, og þegar skip það kom að, sem bjargaöi honum, sat hann reykjandi í sæti sínu á vélinni. 25. júlí skyldi reynt í annað sinn. Én þá kom annar keppi- nautur til sögunnar; það var Bleríót, sá sem áður er nefndur. Hann hafði allmikið fengist við flug. Hann var mjög fífldjarfur og hafði því framan af orðið fyrir miklum hrakföllum og oft hrapáð til jarðar af flugi. Að síðustu tók honum að lánast betur, og hafði hann þá unnið sér álit og hlotið verðlaun fyrir flug. La- tham mistókst einnig tilraun sín 25. júlí, hreyfivélin bilaði og hann féll aftur í sjóinn. En Bleríót hlaut sigurlaunin, hann flaug frá Calais yfir til Dover á 45 mínútum, og var tekið þar með miklum fagnaði og sýnd mikil virðing, og eins á Frakklandi, þeg- ar hann kom heim aftur. Bví för þessi þótti mesta þrekvirkú Mælt er, að Latham hafi tárfelt, er hann frétti um fararlok Bleríóts. 22.—29. ágúst 1909 var stofnað til kappflugs í Reims á Fraklc- landi. Bangað komu yfir 20 frægustu flugmenn heimsins, en bræð- urnir Wright gátu ekki komið. Þangað söfnuðust og áhorfendur, svo tugum þúsunda skifti. Farman, sá sem áður er nefndur, vann þar fyrstu verðlaun; hann flaug samfleytt í rúmar 3 stundir og komst á þeim tíma 180 km. (24 mílur). Á þessu flugmóti reyndist flugvél Wrightbræðranna yfirleitt hin bezta; hún var stöðugust á fluginn, þjálust í snúningum og betur á valdi loft- farans en nokkur önnur. * * * Stöðugt berast nýjar og nýjar fregnir um framfarir í fluglist- ínni, og framfaratilraunir; vélar eru smíðaðar með nýju lagi og eldri vélar umbættar. Flugmönnunum tekst að halda vélunum lengur í lofti og fljúga lengra í einu en áður, og undravert má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.