Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 60
2IÓ þeirra mörgu smárithöfunda og skálda, sem finst þeir sjálfir vera ofurmenni, og ekki metnir að verðugleikum. Pað hefði verið matur fyrir galdrabrennuklerka á 16. eða 17. öld að ná í Nietzsche, til þess að brenna hann; þá voru einmitt margir slíkir ruglaðir vesalingar brendir, þó minni væri sakir. Galdrapostularnir hefðu eflaust látið Nietzsches eigin siðalögmál miskunnarlaust koma niður á honum, at því þeir voru sterkari. Yfir brennu Nietzsches hefði vel átt við fyrir klerka að syngja þetta gamla sálmvers, sem virðist ort í anda Nietzsches: Djöfullinn dóm þá, dárleg fyrir verk sín, maklega mun fá, mín gleði er hans pín, ískrandi heit, hná, helsótt er ei dvín, plágar það pintsvín. Danir hafa jafnan haft mikinn áhuga á skáldskap og listum, en eftir hina glæsilegu gullöld danskra bókmenta á fyrri hluta 19. aldar var á árunum 1860—70 komið lognmók, doði, og elli- bragur á bókmentirnar. Pá voru ýmsar andlegar hreyfingar og heimspekisskoðanir farnar að ryðja sér til rúms í meginlöndum Evrópu, sem eigi náðu til Danmerkur. Eá tóku ýmsir ungir menn að flytja nýjungarnar heim, og var Georg Brandes þar fremstur í flokki. Brandes er, eins og allar vita, gáfaður maður og stór- huga, ritsnillingur og fjörugur ræðumaður og hjólliðugur í ritdeil- um; hann var á hinn bóginn ofstækismaður mikill og óbilgjarn við andstæðinga, »ofstopamaður og vel fallinu til höfðingja« eins og fornsögurnar segja um suma kappana. Brandes var í æsku geðríkur og eldheitur bardagamaður, vildi þegar gjörbreyta öllu, fékk fylgi margra manna og gat komið miklu til leiðar. Brandes var hamhleypa í að rífa niður, það sem fornt var og feyskið, en eins og aðrir byltingamenn reyndi hann líka í einhliða eldmóði að saga sundur ýmsar fornar meginstoðir mannfélagsins. Brandes var ötulastur allra í því, að veita nýjum andlegum straumum inn yfir Danmörku, og vann með því að mörgu leyti þarft verk. En honum var lítt sýnt um að velja hið betra og hafna hinu lakara; hann gróf nýja farvegi og veitti þangað öllu, sem hann gat, reif úr allar stíflur og hleypti jafnt inn tærum lindum og gruggugum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.