Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 73
229 Með hönd á brjósti, fyrst hann er nú dauður, er engin synd, að segja eins og var: að sárt var til hans flestum undir niðri, því engra trú gat tekið hann til láns, né tollskyldugan gert hann nokkur flokkur. Hann varðist þess að selja ljóðin sín i sömu búð og gyltar ilmvatnsflöskur — þá hefðum við þó viljað borga þau. Nei, það er víst óhætt um það, St. G. St. verður aldrei »kanóníseraður« sem »þjóðskáld«. En hann er stórskáld og svo mikill spekingur að viti, að langt mun verða að leita til að finna hans líka, þó margan hafi þjóð vor alið gæddan góðum náttúrugáfum. En langtum meiri undrun vekur það þó hjá lesandanum, að sjá, hve prýðilega mentaður þessi skagfirzki Klettafjallabóndi er, þó aldrei hafi hann í neinn skóla geng- ið og altaf orðið að vinna fyrir sér og lifa á handafla sínum, Hann minnir mann í því efni á Einar sáluga Asmundsson í Nesi, sem óhætt er að segja, að hafi verið mentaðri en nokkur hinna lærðu samtíðar- manna hans á íslandi. Þetta sýnir, hve sjálffengin mentun getur reynst happasæl, og að margur skólagenginn maður getur í rauninni verið langtum mentunarsnauðari en hinn, sem aldrei hefir í skóla gengið, eins og skáldið líka bendir til (I, 243—4): Eins er hitt: hvort ókvíðinn eg sé við þá prentun? sem þó skorti skilyrðin, skólaganginn — mentun. Örðug verður úrlausn hér, illa stend að vígi — hálf-sannleikur oftast er óhrekjandi lygi. Það er satt, að mentun mér mislögð víst er fengin. Ef við hámark hana ber hún er næstum engin. En ef þú ert aðgætinn — á þó minna beri —: sérðu víðar, vinur minn, vondan brest í keri. Hámentaða virðum vér vora lærdóms-hróka, sem eru andlegt ígul-ker ótal skóla-bóka. — Þitt er mentað afl og önd, eigirðu fram að bjóða: hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Frá því marki manninn þann ég mentaðastan dæmdi: flest og bezt sem var og vann það vönduðum rnanni sæmdi. En í skólum út’ úm lönd er sú mentun boðin: fátt er skeytt um hjarta og hönd, hausinn út er troðinn. Jafnvel þessi stefna sterk stundum hepnast illa — það kvað undur örðugt verk, ýmsra koll að fylla, Hún er í molum mentun enn, — um mína ei eg senni — hitt er fjandi, að færir menn flaska líka á henni. Ég gat hrifsað henni af hratið, sem hún vék mér, meðan lúinn makrátt svaf, meðan kátur lék sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.