Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 73

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 73
229 Með hönd á brjósti, fyrst hann er nú dauður, er engin synd, að segja eins og var: að sárt var til hans flestum undir niðri, því engra trú gat tekið hann til láns, né tollskyldugan gert hann nokkur flokkur. Hann varðist þess að selja ljóðin sín i sömu búð og gyltar ilmvatnsflöskur — þá hefðum við þó viljað borga þau. Nei, það er víst óhætt um það, St. G. St. verður aldrei »kanóníseraður« sem »þjóðskáld«. En hann er stórskáld og svo mikill spekingur að viti, að langt mun verða að leita til að finna hans líka, þó margan hafi þjóð vor alið gæddan góðum náttúrugáfum. En langtum meiri undrun vekur það þó hjá lesandanum, að sjá, hve prýðilega mentaður þessi skagfirzki Klettafjallabóndi er, þó aldrei hafi hann í neinn skóla geng- ið og altaf orðið að vinna fyrir sér og lifa á handafla sínum, Hann minnir mann í því efni á Einar sáluga Asmundsson í Nesi, sem óhætt er að segja, að hafi verið mentaðri en nokkur hinna lærðu samtíðar- manna hans á íslandi. Þetta sýnir, hve sjálffengin mentun getur reynst happasæl, og að margur skólagenginn maður getur í rauninni verið langtum mentunarsnauðari en hinn, sem aldrei hefir í skóla gengið, eins og skáldið líka bendir til (I, 243—4): Eins er hitt: hvort ókvíðinn eg sé við þá prentun? sem þó skorti skilyrðin, skólaganginn — mentun. Örðug verður úrlausn hér, illa stend að vígi — hálf-sannleikur oftast er óhrekjandi lygi. Það er satt, að mentun mér mislögð víst er fengin. Ef við hámark hana ber hún er næstum engin. En ef þú ert aðgætinn — á þó minna beri —: sérðu víðar, vinur minn, vondan brest í keri. Hámentaða virðum vér vora lærdóms-hróka, sem eru andlegt ígul-ker ótal skóla-bóka. — Þitt er mentað afl og önd, eigirðu fram að bjóða: hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Frá því marki manninn þann ég mentaðastan dæmdi: flest og bezt sem var og vann það vönduðum rnanni sæmdi. En í skólum út’ úm lönd er sú mentun boðin: fátt er skeytt um hjarta og hönd, hausinn út er troðinn. Jafnvel þessi stefna sterk stundum hepnast illa — það kvað undur örðugt verk, ýmsra koll að fylla, Hún er í molum mentun enn, — um mína ei eg senni — hitt er fjandi, að færir menn flaska líka á henni. Ég gat hrifsað henni af hratið, sem hún vék mér, meðan lúinn makrátt svaf, meðan kátur lék sér.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.