Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 49
205 Pingræöisstjórn er á vorum dögum í mörgum löndum orðin að hneyksli. Fátt er almennara í erlendum blöðum, en fregnir um stórrifrildi, allskonar ruddaskap og barsmíðar á þingum ýmsra þjóða; stundum ganga þingmenn bláir og blóðugir hver undan öðrum; í Ungarn barðist nýlega allur þingheimur og ráð- herrar fengu svöðusár, svo þeir urðu að fá læknishjálp. í smá- ríkjum Ameríku hefir það borið við, að þingmenn hafa veitt hver öðrum banatilræði, en þar ganga menn alment með skammbyssur í vösunum. Algengt er það, að þingmenn veita sjálfum sér stórfé að launum, halda stórar átveizlur upp á kostnað ríkisins; að for- ingjarnir gæða fylgifiska sína og atkvæðasmala alls konar bitling- um; mál ganga ekki fram nema með hrossakaupum, stundum með mútum o. s. frv. Pólitíkin er orðin atvinna ýmsra misjafnra manna, hinir betri menn forðast hana. Náttúrlega er þetta ekki algild regla alstaðar, en svona er ástandið mjög víða; og því verður ekki hnekt, því þjóðmálaskúmar eru orðnir afarleiknir í því, að safna nægum atkvæðafjölda hinna fáfróðustu, og nota svo at- kvæðasafnið til þess, að berja niður skoðanir og tillögur hinna vitrari 'manna; í Bandaríkjum er atkvæðasmölun meðal íra og svertingja alræmd, en það bjargar þjóðinni þar, að þingræðið er samkvæmt stjórnarskránni miklu meira takmarkað en í Evrópu- ríkjum. Eftir þingræðislögum hefir minnihlutinn annars engan rétt og ekkert frelsi; þó vita allir að tillaga eins viturs manns oft er meira virði en ioo þúsund atkvæði heimskra manna og fákunn- andi. Allir verða að játa, að þingræðið hefir á ýmsan hátt leitt margt gott af sér, þar sem menn hafa kunnað með að fara, einkum á Englandi; þar hefir þetta stjórnarform skapast á mörgum öldum og þar hafa hingað til mentaðir menn, efnalega óháðir, verið einráðir á þingi. En í flestum öðrum löndum er öðru máli að gegna; vitrir menn eru orðnir hræddir um að þing- ræðið muni leiða til stórvandræða í framtíðinni, til taumlausrar eyðslu og skrumaraveldis, sem örðugt verður að búa undir fyrir hinar mentuðu stéttir. En menn eru ráðalausir; skriðan verður eigi stöðvuð, þegar hún er komin á stað, og atvinnu-pólitíkin þolir ekki að kosningaréttur sé takmarkaður; þá væri húti úr sögunni. Hinn mikli spekingur og frelsismaður Herbert Spencer kallaði þingræðið »hina miklu hjátrú nútímans«, og spáði því, að á þeim grundvelli mundi upp rísa þyngra þrældómsok og örðugra, en 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.